Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 06.11 2015 - 20:31

Skapandi bókhaldsgreinar

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við núverandi útvarpsstjóra sem tók við af forvera sínum sem hvorki skildi tæknimál né bókhald. Útvarpsstjórinn hefur fundið út aðferð til að láta enda ná saman. Nú verða tekin afborgunarlaus kúlulán, engar vaxtagreiðslur, engin halli. Útvarpsstjórinn ber auðvitað enga ábyrgð á hallarekstri né skuldasöfnun á meðan hann sat í stjórn […]

Miðvikudagur 04.11 2015 - 11:44

Egill Reykás

Egill Helgason 2015: Það er vitnað í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem spurði í viðtali í gær hvort við myndum stofna Ríkisútvarp núna ef við hefðum það ekki? Það má sjálfsagt gefa margvísleg svör. Eitt svarið er að alls staðar í löndunum í kringum okkur er Ríkisútvarp og það er sterkast í löndunum sem við berum okkur […]

Miðvikudagur 04.11 2015 - 10:55

RUV Talar – línulega

Hjartnæmt var að lesa grein útvarpsstjóra ,,Samtal við eigendur“  sem er lýsing á ferðalagi ,,eigenda“ þ.e. útvarpsstjóra og starfsmanna hans við skattgreiðendur. Útvarpsstjóri segir að ,,Ríkisútvarpið þarf að þróast með þörfum eigenda sinna, íslensks almennings“ og á þar að sjálfsögðu við hina rúmlega 250 starfsmenn stofnunarinnar sem er jú ,,almenningur“ Sem hluti af svokallaðri ,,aðlögun“ verður haft […]

Þriðjudagur 03.11 2015 - 11:44

Aðförin að RÚV í milljörðum !

Þriðjudagur 03.11 2015 - 09:16

Með kúkinn í buxunum

Mistök eru stærsta hræðsla margra stjórnmálamanna. Eins máls stjórnmálamaðurinn í eins máls flokknum er engin undantekning. Árni Páll hefur oft fullyrt, þ.m.t. 12. Nóvember 2012 að engin leið væri að aflétta höftum nema með inngöngu í ESB. Af þeim ástæðum gerði Árni Páll ekkert sem máli skiptir til að aflétta höftum. Staðreyndin er samt sú […]

Mánudagur 02.11 2015 - 09:55

Grámyglufulltrúinn í Reykjavík

Hver stýrir embætti fagurfræði og skipulags í Reykjavík?

Laugardagur 31.10 2015 - 12:05

Sér-hagsmunagæslumaður afturhaldsins

Það er vel til fundið hjá Morgunblaðinu að skipta einum dálki aðra hverja viku milli frelsis og helsis þar sem Sigríður Andersen og Ögmundur Jónasson skiptast á að útlista skoðanir er varða framfarir og afturhald. Í pistli sínum í dag fjallar Ögmundur um sérhagsmuni, nánar tiltekið hagsmuni neytenda af verslunarfrelsi sem augljóslega er mikilvægasta hagsmunamál almennings fyrr og […]

Föstudagur 30.10 2015 - 16:35

Hagsmunagæsla fortíðar

Egill Helgason hefur réttilega gagnrýnt RÚV eins og hér kemur fram. Gagnrýni Egils byggist á fagþekkingu að eigin mati en gagnrýni annara á vanþekkingu. Látum ver að að ræða um hógværð í málflutningi og sjálfsáliti nú eða svona klássísk álitaefni um hagsmunaárekstra þess að launþegi verji vinnuveitanda sinn. Engu er líkara en að Egill hafi misst af […]

Fimmtudagur 29.10 2015 - 10:53

RÚV-Kjarni málsins

Óðinn í Viðskiptablaðinu er skyldulesning alls hugsandi fólks á Íslandi. Í blaðinu í dag er tilvitnun í Egil Helgason sem hægt er að taka undir: Aðalmálið hlýtur að vera að efla íslenska dagskrá í staðinn fyrir allan óhroðann sápujukkið,glæparuslið og raunveruleikaþáttaógeðið sem veltur yfir okkur. Hlutverk RÚV hlýtur að vera að flytja okkur íslenskt menningarlegt […]

Fimmtudagur 29.10 2015 - 09:45

Breytingar í orði eða borði

Eitt sinn tilkynnti Sjálfstæðisflokkurinn að hann myndi sækja inn á miðju. Héldu þá flestir að sóknin yrði til hægri. Sú varð ekki raunin. Með því að tala upp vinstri gildi og blása út báknið jók flokkurinn fylgi vinstri flokkana eðli málsins samkvæmt. Ekki sér enn fyrir endan á fylgistapinu sér í lagi meðal ungs fólks. […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur