Í Morgunblaðinu var nýlega frétt um að Ragnheiður Ríkarðsdóttir væri farin að huga að endurkjöri og vilji því færa íbúum i sínu heimakjördæmi ,,Laxnessetur“ á kostnað annara skattgreiðenda. Slíkar stofnanagjafir falla nefnilega ekki undir máltækið ,,æ sér gjöf til gjalda“ af því að það eru jú einfaldlega aðrir sem gjalda en njóta. Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá […]
Í nýjustu landsfundarályktum VG kemur m.a. fram að þjóðin ætti: ..að hverfa frá notkun á jarðefnaeldsneyti.. Komið verði á reglubundu millilandaflugi inn á Norður- og Austurland …leggst gegn hugmyndum um vinnslu jarðefnaeldsneytis á íslensku yfirráðasvæði, þar með talið fyrirhugaðri olíuvinnslu á Drekasvæðinu ..ályktar að stofnaður verði auðlindasjóður að norskri fyrirmynd.. Fyrir þá sem ekki skilja samhengið á […]
Hinn geðþekki ekki-þingmaður VG, Björn Valur gerði nýverið grín að all sérstæðum prósentuútreikningi Eyglóar Harðar sem taldi að ef 10 aðilar sem komað að byggingu einnar og sömu byggingar, lækkuðu byggingakostnað um 1% myndi byggingakostnaður lækka um 10%. Stærðfræði virðist hinsvegar vera afar fjarlæg fræðigrein á landsfundi VG þar sem formaður flokksins áréttar að ,,við […]
Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem starfsmaður Seðlabanka Íslands hafði verið rekinn fyrir umsvifamikil verðbréfaviðskipti í eigin þágu, þvert á allar skráðar reglur um innherjaviðskipti. Hæstiréttur dæmdi hinum opinbera starfsmanni kr.3m. bætur. Már Guðmundsson hinn kæruglaði, sá ekki ástæðu til að kæra starfsmanninn, né heldur Sérstakur Saksóknari enda sérhæfa báðir embættismenn sig í kærum […]
Vissulega er grunnreglan sú að allt eigi að vera leyfilegt sem ekki er bannað. Björgvin G Sigurðsson taldi að þar sem sveitarstjórnarlög bönnuðu ekki útlána sérstaklega, væri honum heimilt að hefja slíka starfsemi, nánar tiltekið til síns sjálfs. Í framhaldinu fór Björgvin svo í meðferð. Bæjarstjóri Seltjarnarness á sér þann draum að stofna ,,Íbúðalánasjóð Seltjarnarness“ sem […]
Fyrir um tveimur árum tilkynnti fyrirtækið Loftmyndir að það hefði lokið við fyrstu útgáfu af nýjum háupplausnar-kortagrunni af öllu landinu. Ekki fór mikið fyrir áhuga fjölmiðla á þessum áfanga, hvað þá að greint væri hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenskt samfélag. Fyrir það fyrsta ber að nefna að grunnurinn er gerður alfarið án nokkurskonar aðkomu hins […]
Að grunni til eru bara tvær gerðir stjórnmálamanna, þeir stjórnlyndu og svo þeir sem telja einstaklingum best til að sjá fótum sínum forráð. Sjálfstæðisflokkurinn er að nafni til flokkur sem aðyllist einstaklingsfrelsi en innan hans eru svartir sauðir sem í raun eru vinstri menn í ….gæru. Líklega er stjórnlyndisfyrringin orðin alger þegar stofnanirnar eru látnar […]
Sú furðulega bábilja virðist ríkja hér á landi með að embættismenn hins opinbera haldi áfengisneyslu í skefjum með einhverju sem kallað er ,,torvelt aðgengi” Með því að endurtaka kreddurnar nógu oft, breytist þær sjálfkrafa í vísindalega staðreynd. Ofstækisfólk sem berst gegn viðskiptafrelsi með áfengi (og gjarnan fleiri neysluvörur), klifar í sífellu á hugtökum á borð […]
Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur útlistaði nýlega í grein í Fréttablaðinu afstöðu sína gagnvart viðskiptafrelsi með löglegar neysluvörur. Í pistli sínum endurómar Gunnar varnaðarorð Borgarlæknis sem benti réttilega á að ,,mjólk væri ekki eins og hver önnur neysluvara“ og varaði því við lokun mjólkurbúða. Auðvitað var bjórinn ekki eins og hver önnur neysluvara í hugum ,,gunnara“ þessa lands og […]
Ein af meinlokuhugmyndum vinstri manna hefur verið í sviðsljósinu upp á síðkastið nánar tiltekið viðskiptabann Reykjavíkur á Ísrael enda afleiðingar nokkuð fljótar að koma fram. Sama á ekki við um ýmislegt annað eins og t.d. ályktanir um að hverfa frá olíuleit á Drekasvæðinu. Enn annað dæmi er neyslustýring sem miðar að fjölgun diesel bíla með mun […]