Fjárfesting í menntun á Íslandi er með því mesta sem gerist í löndum OECD
Þótt undarlegt megi virðast treysta margir hinu opinbera betur til að selja áfengi heldur en einkaaðilum, hvort heldur er til að tryggja, lágmarksverð, að áfengiskaupaaldri sé gætt og síðast en ekki síst að ,,arðurinn renni til þjóðarinnar“
Hið opinbera selur vín í hinni rangnefndu fríhöfn í Kelfavík undir þeim formerkjum að þar spari grunlausir sér virðisaukaskatt og áfengisgjald. Ekkert er minnst á að okurálagning hækkar verðið aftur til baka.
Þannig býður Leifsstöð hið ofmetna Mouton Rothschild 2008 á kr. 99.900 án gjalda. Sama vín kostar erlendis án gjalda kr. 45.000.
Það merkilega við þetta dæmi er í sjálfum sér ekki okrið heldur hitt að á þessum viðskiptum tapar íslenska ríkið því fríhöfnin er rekin með tapi.
Flokkar: Óflokkað
Illugi Gunnarson skrifar kveðjugrein í Morgunblaðið í dag þar sem nokkur atriði standa upp úr:
Flokkar: Óflokkað
Hingað til hefur ekki verið hægt að ákæra fyrir utanvegakstur vegna þess að innanvegaakstur hefur ekki verið skilgreindur, nánar tiltekið með vegakorti af öllum vegum og slóðum sem skilgreindir eru sem slíkir. Öllum þeim sem gengt hafa starfi umhverfisráðherra undanfarinn áratug hefur verið þessi staðreynd ljós sem og að Landmælingar Íslands hefðu engin grunngögn eða getu til að vinna slíkt vegakort. Í nýsamþykktum náttúruverndarlögum segir:
Í stað þess að gefinn verði út kortagrunnur sem Landmælingar Íslands hafa umsjón með er lagt til að Vegagerðin skuli halda skrá í stafrænum kortagrunni um vegi aðra en þjóðvegi í náttúru Íslands
Það hlýtur því að vera fagnaðarefni að veruleikinn skyldi hafa dagað uppi fyrir þingmönnum þó þess sjáist ekki merki hjá fjárveitingavaldinu sem áfram sólundar yfir 300 milljónum í kortagerðarstofnun sem engin kort gerir. Vegagerðin mun því einfaldlega óska eftir tilboðum í gerð vegakorts á almennum markaði og verður verkið því væntanlega klárað innan skamms.
Saga þessa máls nær langt aftur en látum nægja að byrja upptalninguna 2001:
Flokkar: Óflokkað
Jón Ásgeir Kalmannsson sem titlar sig með hinum nýstárlega titli ,,nýdoktor” skrifar pistil í Fréttablaðið með athugasemdum við skrif Fanneyjar Birnu Jónsdóttur ,,Brandarakarlar morgundagsins”. Fanney bendir forskrúfuðum forsjárhyggjusinnum á að þeir séu sporgöngumenn annarra dómsdagsspámanna og muni enda sem aðhlátursefni rétt eins og bjórandstæðingar forðum. Staðreynd málsins er að öll sömu ,,leiðandi“ rök eru borin á borð gegn viðskiptafrelsi með áfengi eins og tjaldað var til gegn bjórnum.
Viðskiptafrelsi á alltaf undir högg að sækja. Þannig varaði embætti Borgarlæknis við viðskiptafrelsi með mjólkurafurðir með hinum klassísku rökum að ,,mjólk væri ekki eins og hver önnur neysluvara” – þar þyrfti m.a. að huga að kælingu og hreinlæti. Slíkt var eins og gefur að skilja ámóta framandi fyrirbæri fyrir verslun með kjöt, fisk og grænmeti rétt eins og að sannreyna áfengiskaupaaldur væri fyrir starfsfólk í verslunum í dag sér í lagi með tilkomu rafrænna auðkenna auk greiðslukorta osfrv.
Nýdoktorinn bendir á að fylgismenn viðskiptafrelsis afgreiði ,,vísindaleg gögn slíkra sérfræðinga og niðurstöður” sem mýtu og slíkur málflutningur sé sambærilegur við afneitunarsinna í loftslagsbreytingum.
Doktorinn vitnar í ,,rannsókn“ (án nánari tilgreiningar) frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni máli sínu til stuðnings og spyr ,,Hvort ætli ráðleggingar WHO byggist á „mýtu“ eða á heildstæðu mati á helstu rannsóknum sem gerðar hafa verið í heiminum á þessu sviði?“
Því er til að svara að ,,heildstætt mat“ á samhengi aðgengis og neyslu er nú þegar fyrirliggjandi úr Talnabrunni Landlæknisembættisins. Þar kemur skýrt fram að samfara stórauknu aðgengi að áfengi, sem stofnunin skilgreinir sem fjölgun útsölustaða og vínveitingahúsa, hefur áfengisneysla landsmanna dregist saman. Því má segja að búið sé að leiða til lykta álitamálið um hvort aðgengi valdi áfengis- pillu- eða matarfíkn sem líklega veldur flestum ótímabærum dauðsföllum.
Flokkar: Óflokkað
Nú þegar Ný-frjálshyggjustjórnin dustar rykið af gömlum og góðum stjórnlyndishugmyndum um ,,stjórnstöðvar“ og fleiri mál, hvers á þá kartaflan að gjalda?
Flokkar: Óflokkað
Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við núverandi útvarpsstjóra sem tók við af forvera sínum sem hvorki skildi tæknimál né bókhald. Útvarpsstjórinn hefur fundið út aðferð til að láta enda ná saman. Nú verða tekin afborgunarlaus kúlulán, engar vaxtagreiðslur, engin halli. Útvarpsstjórinn ber auðvitað enga ábyrgð á hallarekstri né skuldasöfnun á meðan hann sat í stjórn RÚV sem hefur meira að gera með fjáröflun heldur en fjárreiður.
Flokkar: Óflokkað
Það er vitnað í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem spurði í viðtali í gær hvort við myndum stofna Ríkisútvarp núna ef við hefðum það ekki? Það má sjálfsagt gefa margvísleg svör. Eitt svarið er að alls staðar í löndunum í kringum okkur er Ríkisútvarp og það er sterkast í löndunum sem við berum okkur helst saman við – Norðurlöndunum og Bretlandi.
Ríkisútvarpið ekki jafn merkilegt eins og stjórnarandstaðan lætur vera. Það er ekki fjöregg íslenskrar menningarinnar. Ef ekki væri til ríkisútvarp dytti engum í hug að stofna það.
Eins og máltækið segir; ,,Hagsmunirnir breytast og mennirnir með“
Flokkar: Óflokkað
Hjartnæmt var að lesa grein útvarpsstjóra ,,Samtal við eigendur“ sem er lýsing á ferðalagi ,,eigenda“ þ.e. útvarpsstjóra og starfsmanna hans við skattgreiðendur. Útvarpsstjóri segir að ,,Ríkisútvarpið þarf að þróast með þörfum eigenda sinna, íslensks almennings“ og á þar að sjálfsögðu við hina rúmlega 250 starfsmenn stofnunarinnar sem er jú ,,almenningur“
Sem hluti af svokallaðri ,,aðlögun“ verður haft samband við tækjaframleiðendur og þeim bent á að bæta við loftnetstengjum sem upp á vantar í sum tæki sem ranglega eru kennd við framtíðina. ,,Eigendur“ RUV stjórna auðvitað dagskránni og því þurfa notendur ekki að fjárfesta í búnaði til slíkrar útsendingar (sem þar að auki hefur ekki einu sinni loftnetstengi) Kjarni málsins er að línuleg dagskrá er allstaðar í rekstri svona rétt eins og telefaxtæki og þó að áhorf ungs fólks sé niður um 47% skiptir það bara engu máli.
Frédéric Bastiat sagði eitt sinn að ríkið væri goðsögnin mikla um að allir gætu lifað á kostnað annara. Í anda þeirrar kenningar bendir RUV á að kosturinn við 4.000 milljóna loftnetsgreiðukerfi stofnunarinnar sé sá að hann lendir ekki á notendum bara einhverjum öðrum.
Til samræmis við ,,eigendastefnu“ RUV má benda á að stofnunin er eini fjölmiðill landsins sem ekki tekur við aðsendu efni frá neitendum sem vitaskuld er í samræmi við hina línulegu hugsun. Hinir eiginlegu eigendur stjórna ekki bara einu heldur öllu. Um inntak boðskaparins er engu við að bæta í nýlegum pistli á vefsíðunni Andríki. Ályktun eigendafélags RÚV um að það sé langþreytt á kröfum um ráðdeild í rekstri og gagnvirkni er auðvitað til samræmis við að stofnunin talar línulega til þjóðarinnar en ekki við hana.
Flokkar: Óflokkað