Föstudagur 01.10.2010 - 22:13 - FB ummæli ()

Hvers vegna fljúga egg

Steingrímur sagði í dag;

„Fólk verði hins vegar að sýna þolinmæði og Íslendingar verði að reyna að komast gegnum erfiðleikana saman sem þjóð.“

Halldór Ásgrímsson fékk afskrifaðar skuldir hjá Landsbankanum enda var hann ekki á Austurvelli í dag. Þeir sem voru mættir í dag á Austurvöll voru flestir að mótmæla því að fjölskyldum er hent út af heimilum sínum í stórum stíl. Við verðum að skilja það að viðkomandi fjölskyldur eru að yfirgefa ævistarfið, ævisparnaðinn, uppeldisstöðvar barnanna og flytja í fátækt. Fátækt er ekki bara orð, fátækt er ástand sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar.

Fólk verði hins vegar að sýna þolinmæði og Íslendingar verði að reyna að komast gegnum erfiðleikana saman sem þjóð.

Á miðvikudaginn sameinuðust verkalýðsfélög í Evrópu um mótmæli víðs vegar um alla álfuna. Mótmælin beindust gegn niðurskurði, launalækkunum, atvinnuleysi, minni eftirlaunum og niðurskurði í velferðarmálum. Sérstaklega var bent á að allar þessar ráðstafanir voru orsakaðar af bankahruni sem bankarnir áttu mesta ábyrgð á. Þrátt fyrir það sameinast stjórnvöld í Evrópu um að bankarnir fái sitt en almenningur blæðir.

Fólk verði hins vegar að sýna þolinmæði og Íslendingar verði að reyna að komast gegnum erfiðleikana saman sem þjóð.

Ástandið á Íslandi er eins en íslensk verkalýðsforusta gerir ekkert í líkingu við þá evrópsku. Hvorki íslensk verkalýðsforusta né sú hreyfing var hvergi sjáanleg á Austurvelli í dag. Aftur á móti mætti þjóðin á Austurvöll og sagði sína skoðun. Barátta dagsins í dag snýst um völd fjármálastofnana yfir stjórnvöldum þjóða. Við kjósum okkur þingmenn en bankarnir stjórna þeim síðan, nánast án tillits  til hverja við kjósum. Umbun þeirra er hæfilegar afskriftir skulda fyrir vel unnin störf í þágu bankanna. Til að vinna upp tapið borgar almenningur eða missir eigur sýnar á brunaútsölum.

Af þessu tilefni sagði fjármálaráðherra Íslands í dag eftirfarandi;

Fólk verði hins vegar að sýna þolinmæði og Íslendingar verði að reyna að komast gegnum erfiðleikana saman sem þjóð.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur