Laugardagur 02.10.2010 - 22:39 - FB ummæli ()

Okur

Ástandið er slæmt,

ástandið er ekki vegna aukins kostnaðar af vinnuafli, launum eða félagslegum umbótum. Orsökin er að bankar eru stikkfrí-ríki í ríkinu. Þeir orsökuðu hrunið og ætlast til þess að almenningur endurfjármagni þá og greiði upp lánin sín líka.

Formúlan virðist vera á þá leið að skera niður hjá hinu opinbera og skattleggja almenning. Ekki má leggja neina skatta á banka. Aftur á móti geta stjórnvöld tekið lán hjá bönkum og ef greiðslubyrði lánanna verður erfið þá á bara að skera meira niður.

Almenningur missir eigur sínar til bankanna og heldur áfram að borga af lánunum og bankinn getur lánað nýjum aðilum fyrir eignunum sem þeir eru ný búnir að hrifsa til sín.

Þessi formúla er að raungerast um allan heim og núna á Íslandi. Niðurskurður hins opinbera helgast af skuldum þess við bankana. Enn vex grasið, kýrnar gefa okkur mjólkina og sjómenn veiða fisk. Raunhagkerfið er til staðar en er laskað vegna framgöngu banka sem lánuðu yfir sig. Það er eitthvað mjög sérstakt við banka, þeir komast upp með allt eins og ofdekraður unglingur.

Kannski ekki skrítið að Jésú velti um borðum þeirra í musterinu forðum daga.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur