Föstudagur 15.10.2010 - 22:04 - FB ummæli ()

Sorry-bara ekki hægt…

Það er talið of dýrt að hjálpa heimilunum. Lífeyrir landsmanna þurrkast út og Íbúðalánasjóður og bankarnir fara á hausinn, sorry ekki hægt.

Rætt er um að afskriftirnar séu um 4% af eignum lífeyrissjóðanna, þeir fara varla á hausinn af þeirri ástæðunni. Einnig keyptu lífeyrissjóðirnir skuldir með afslætti sem þeir rukka núna að fullu. Auk þess vilja HH fara þá leið að lífeyrir núverandi þega sé ekki skertur heldur frekar hjá yngri einstaklingum. Þeir yngri hafa vonandi möguleika að vinna sér inn aukinn lífeyri í framtíðinni.

Það hefur margoft verið bent á þá staðreynd að bankarnir fengu húsnæðislánin með góðum afslætti á sínum tíma. Bankarnir hafa í hyggju að hagnast á mismuninum á kostnað lántakenda. Við höfum þegar heyrt nógu margar sögur um persónulega harmleiki, það er ekki bara sanngjarnt heldur lýðheilsuleg nauðsyn að koma vitinu fyrir lánadrottna. Síðan erum við að hneykslast á barnaþrælkun í Indlandi vegna skulda.

Þú átt 30 milljón kr íbúð sem þú skuldar alla. Þú skuldar banka 30 milljónir vegna íbúðarinnar, og bankinn bókfærir skuldina sem eign bankans. Hann getur síðan nýtt sér þessa eign til að lána út meiri pening. Ef þú verður síðan gjaldþrota þá missir þú íbúðina þína og bankinn mætir á uppboðið og kaupir hana til sín á 5 milljónir. Bankinn á þá 25 milljón króna eign=það sem þú skuldar honum + 30 milljón króna íbúð = 55 milljónir.

Síðan selur hann næsta manni íbúðina á 30 milljónir og lánar viðkomandi fyrir henni líka.

Þá á bankinn tvö lán út á eina og sömu íbúðina á samtals 55 milljónir sem hann fær vexti af auk verðtryggingar.

Ekki skrítið að menn hafi ekki áhuga á afskriftum fyrir pöpulinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur