Föstudagur 15.10.2010 - 00:44 - FB ummæli ()

Lánadrottnar

Það er tekist á í dag. Baráttan er á milli lántakenda og lánadrottna. Það er hin raunverulega barátta í dag. Undir yfirborðinu kraumar skipulag peningakerfisins í heild sinni. Til einföldunar ræðum við eingöngu um afskriftir á stolnu fé lánadrottna frá lántakendum. Við erum í allri hógværð að fara fram á leiðréttingu, ekki afskriftir. Sumir fara frá þessu landi bara til að losna frá þessu rugli. Sumir yfirgefa lífið vegna þessa. Þrátt fyrir það halda lánadrottnar kröfum sínum til streitu og ætla að fá mikinn gróða sér til hagsbóta.

Ríkisstjórnarmeðlimir reyna að koma vitinu fyrir lánadrottna en það gengur seint og illa.

Það virðist nokkuð ljóst að almenningur verður að þvinga fram sátt í þjóðfélaginu, það verður að tunna menn til skynsemi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur