Sunnudagur 31.10.2010 - 21:34 - FB ummæli ()

Ögmundur og tíminn

Ögmundur ráðherra stefnir fram mótrökum gegn hugmyndum fólks um utanþingsstjórn í pistli á heimasíðu sinni.

Fyrir einhverjum misserum hefði ég getað tekið undir flest allt sem hann segir. Það sem gefur hugmyndinni um utanþingsstjórn aukið vægi í dag er tíminn, þessi áhrifavaldur sem við höfum ekki mikla stjórn á og fólk hefur svo mismunandi tilfinningu fyrir. Bæði er öldin önnur og auk þess eru margir að falla á tíma.

Allir þeir annmarkar sem Ögmundur telur fram eiga við rök að styðjast en í hugum margra er utanþingsstjórn skárri kostur en núverandi ástand. Sennilega skýrist afstaða Ögmundar að hann telji að það sé tími aflögu til að vinna eftir uppskrift þeirri sem hann nefnir. Það má vel vera að svo sé en margir hafi misst þolinmæðina og sú staðreynd er til staðar og það er ekki verið að takast á við þá staðreynd. Þeir hópar sem hafa ekki þann tíma sem Ögmundur þarf eru eigendur heimila sem eru að missa þau þessa dagana og fátækir sem eiga ekki fyrir mat.

Sennilega er Ögmundur sammála mér að mörgu leiti en hefur tekið þann pól í hæðina að reyna að sannfæra okkur um að Steingrímur sé ekki staddur í Bankastræti 0 að þrífa.

Mörg okkar viljum mun frekar að Ögmundur nýti sér þann mikla styrk sem hann hefur. Að hann sé hávær og krefji stjórnvöld um upplýsingar og skjót viðbrögð. Það er ekki mikill tími til stefnu og hann þarf að nýta út í æsar. Hugsunin þarf að vera mun frekar að nú sé að duga eða drepast. Slík vinnubrögð eru líklegri til að grafa undan hugmyndum um utanþingsstjórn en nokkuð annað.

Pistill Ögmundar er því miður vörn fyrir stjórnvöld sem eru fallin á tíma.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur