Þriðjudagur 02.11.2010 - 20:00 - FB ummæli ()

„þið eruð ekki þjóðin“

Suðningsmenn núverandi ríkisstjórnar reyna að andæfa þeim sem gera sig líklega til að mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar. Þau telja mótmælendur vera handbendi Sjálfstæðismanna og allt þetta brölt muni gagnast þeim flokki. Mótmælendur eru líka heimtufrekir jeppaeigendur og þeir sem berja tunnur eru terroristar. Auk þess gera mótmælendur sér ekki grein fyrir alvöru málsins að þeirra mati. Það verður þrautaganga þangað til mistök frjálshyggjunnar eru að fullu leiðrétt.

Stuðningsmennirnir vilja að fram komi einhver raunhæf markmið fyrir mótmælunum annað en ósk um utanþingsstjórn. Allar kröfur mótmælenda í dag eru bara óskhyggja og afneitun á raunveruleikanum að mati stuðningsmannanna.

Í búsáhaldarbyltingunni vildum við fá nýja ríkisstjórn.

Mótmælendur í dag vilja pening fyrir mat handa fátækum og að fólki sé ekki hent út úr íbúðunum sínum bönkunum til þægðar. Sjálfsagt ultra hægri stefna.

Einnig eru efasemdir hjá mótmælendum í dag um ágæti þess að bankar og aðrar slíkar stofnanir njóti forgangs fram yfir almenning. Afskriftir skulda auðmanna skapraunar einnig almenningi. Svikin kosningaloforð bæta ekki úr skák.

Þið eruð ekki þjóðin sagði daman um árið og nú fáum við sömu skilaboðin en bara úr öðrum barka.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur