Miðvikudagur 03.11.2010 - 19:58 - FB ummæli ()

Er neyð á Íslandi

Það er gert lítið úr núverandi mótmælum og mótmælendum. Fólk hafi engann málstað að verja, sé í raun ekki í neinum vanda og aki um á bílum. Auk þess hafa mótmælendur í dag ekki þá réttu pólitísku sýn og þroska til að mótmæla. Í raun eru stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að verja stjórnina sína eins og Sjálfstæðismenn gerðu í búsáhaldarbyltingunni.

Það er að segja, mjög venjuleg, hefðbundin og prímitív viðbrögð.

Að mótmæla er reyndar ekki jafn venjulegt en samt líka nokkuð frumstætt.

Þegar um 1000 fjölskyldur fá mat gefins vikulega er eitthvað mikið að. Ástæður hvers og eins eru margar en eiga sér þann samnefnara að íslenskir valdhafar hafa aldrei ákvarðað lágmarksframleiðslu. Ef það yrði gert þá hyrfu biðraðirnar að mestu.

Eigur fólks og fyrirtækja eru boðin upp af algjöru miskunarleysi. Það hefur enginn velt því fyrir sér hvort viðkomandi getur leigt eða hver á að hýsa viðkomandi.

Við Íslendingar virðumst alltaf þurfa að toppa aðra. Ekkert annað land hefur farið í gegnum kreppu með verðtryggingu og án þess að höggva neitt í fjármagnseigendur eða lánastofnanir. Eina Norðurlandanna þar sem fólk bíður í biðröð eftir matargjöfum. Eina verkalýðsforustan í heiminum sem styður Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Mjög sennilega hefur engin þjóð í heiminum jafn litla trú á því að hjálpin komi frá Alþingi. Í raun er fólk í vanda því mest öll stjórnarandstaðan er ekki mikið skárri en stjórnarliðar.

Í því felst neyð íslensku þjóðarinnar. Við kusum 63 þingmenn til að sinna endurreisn þjóðfélagsins eftir að bankarnir settu okkur á hausinn. Alþingi sér ekki ljósið, þau stangast, rífast og ástunda ræðukeppnir, auk yfirboða á galdralausnum. Alþingi er ekki að virka fyrir almenning á Íslandi.

Alþingi er að virka fyrir banka, lánastofnanir, LÍÚ, lífeyrissjóðina og fjármagnseigendur. Það er bara svo sorglega lítill hluti þjóðarinnar, það er það sem þingmenn þurfa að skilja.

Þeir sem vilja aðra forgangsröðun en núna er viðhöfð þurfa að sameina krafta sína. Mynda afl sem sveigir valdhafa í átt til réttlætis fyrir alla.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur