Föstudagur 03.12.2010 - 21:50 - FB ummæli ()

Sandurinn og sagan

Jóhanna sagði í dag að nú hefði hún sett strik í sandinn. Nú yrðu allir að gera sér grein fyrir því að ekki yrði gert meira fyrir skuldug heimili. Þau úrræði sem fram væru komin yrði fólk að gera sér að góðu-case closed.

Strikin í sandinum eru svo mörg að þau eru farin að líkjast abstract málverki eftir Picasso.

Haustið 2008 voru margir sem sáu fyrir vandamál heimilanna en málflutningi þeirra var hafnað. Það stirk er horfið.

Margir lögðu til almenna aðstoð og því var lika hafnað en það strik er líka horfið.

Hingað til hefur verið rætt um kostnað en núna er rætt um leiðréttingu, það strik er líka horfið.

Fyrr var rætt um hvað það myndi kosta að hjálpa heimilunum en núna er rætt um hvað það myndi kosta að gera ekki neitt, enn eitt strikið horfið.

Áður var rætt um lánastofnanir sem ósjálfbjara hvítvoðunga en í dag eiga þær að skila svigrúmi sínu til baka til þjóðarinnar, það strik er núna útmáð.

Stóra strikið kom vorið 2010 þegar Jóhanna og Steingrímur lofuðu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum því að gera akkúrat ekkert meira fyrir skuldug heimili. Haustið 2010 þurrkuðu 10 þúsund manns það strik út í einu vetfangi.

Ef almenningur er ekki sáttur við nýjasta strikið hennar Jóhönnu í sandinn þá mun hann þurrka það út eins og þau fyrri.

Ástæðan er einföld, þjóðin er byggð á bjargi en strikin á sandi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur