Föstudagur 10.02.2012 - 23:49 - FB ummæli ()

Það er þetta með þorskhausana

Allt þetta kjörtímabil hafa sjávarútvegsmálin verið mikið í umræðunni og ekki síst vegna endurtekinna umræðu um þau mál á vettvangi Alþingis. Sú stefna sem hefur verið rekin undanfarin ár kemur til af fylgi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins við slíka stefnu. Reyndar studdu ýmsir af forkólfum núverandi ríkisstjórnarflokka núverandi stefnu í sjávarútvegsmálum á sínum tíma. Þegar almenningur hefur verið spurður álits í könnunum um kvótamálið hefur hann verið að móti því með miklum meirihluta.

Það er því munur á fylgi almennings við kvótakerfið og valdastéttarinnar.

Kvótakerfið, framsalið og önnur hönnun í sjávarútvegsmálum hefur valdið samþjöppun auðs og valds til minni hluta þjóðarinnar. Aðrir þegnar hafa ekki átt sömu möguleika á því að stunda útgerð og raun verið meinaður aðgangur. Mannréttindanefnd Sameinuð Þjóðanna telur núverandi fyrirkomulag í sjávarútvegsmálum Íslendinga vera mannréttindarbrot. Því er það öllum viti bornum einstaklingum með snefil af sómatilfinningu orðið augljóst að brotið hefur verið á jafnrétti. Þar sem við teljum jafnrétti einn mikilvægasta hornsteininn í mannlegum samskiptum, og teljum það til mannréttindabrota sé brotið á jafnrétti, þá er er það forgangsmál að leiðrétta þetta mannréttindarbrot. Það hæfir ekki að gagnrýna flísina í auga nágrannans þegar bjálkinn stendur út úr okkar eigin augntóft.

Þar sem stór hluti almennings og ýmsir forystumenn í íslenskum stjórnmálum telja það forgangsmál að ný stjórnaskrá okkar komist til framkvæmda sem allra fyrst er góð von til þess að sjómenn þurfi ekki lengur að bíða eftir því að mannréttindarbrotum á þeim linni. Í nýju stjórnarskránni grein níu stendur eftirfarandi „ yfirvöldum ber ætíð að vernda borgarana fyrir mannréttindarbrotum, hvort heldur sem brotin eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra“.

Vandamálið við það að uppfylla full mannréttindi til allra, án viðeigandi tengsla inn í musteri sérhagsmunaaðila, hefur verið að við uppfyllingu fallegra hugsjóna, hefur viljað brenna við að eigin hagsmunir eða vina valdhafanna hafa á endanum ráðið úrslitum, mannréttindum í óhag.

Því er ekki víst að ást á nýrri stjórnarskrá dugi heldur mun það ráða úrslitum að á Alþingi Íslendinga veljist fólk sem þekkir til hvað mannréttindi eru og geri sér því fulla grein fyrir að þau eru ekki samningsvara.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur