Mánudagur 21.04.2014 - 20:55 - FB ummæli ()

Borgarbanki 1

Mörgum er ljóst að eiga banka getur gefið vel í aðra hönd. Langflestir bankar eru í einkaeigu og því rennur hagnaðurinn til fárra fyrir utan einhverjar skatttekjur sem greiddar eru af starfseminni. Bankakreppur eru ekki óalgengar og þá lenda bankarnir í miklu tapi sem almennir skattgreiðendur taka á sig. Það er prófessor við Háskóla Íslands sem hefur réttlætt þetta með kenningunni um að græða á daginn og grilla á kvöldin.

Það eru margir ósáttir við núverandi bankastarfsemi. Vaxandi áhugi er á því að nýta bankastarfsemi til hagsbótar fyrir fjöldann þannig að margir græði á daginn en ekki bara elítan. Hvers vegna ekki að opinberir aðilar reki banka og ágóði starfseminnar sé nýttur til að greiða fyrir útgjöld hins opinbera, jafnvel væri hægt að lækka skatta á almenning. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt að halda því fram að einkaaðilar séu réttkjörnir að gróðanum. Skattgreiðendur borga tapið hvort eð er þannig að áhætta elítunnar er ekki til staðar.

Innlánsreikningar bera lægri vexti en útlán. Mismunurinn á víst að vera lifibrauð bankanna og á Íslandi hefur niðurstaðan verið tugmilljarða gróði. Ef opinber aðili ætti bankann þá myndu vaxtagreiðslur skipta litlu máli því þær væru undirstaðan fyrir arð bankans sem síðan rynni inn í sjóði almennings, eigenda bankans. Alveg rakið til að bæta kjör almennings eða hvað?

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur