Sunnudagur 27.04.2014 - 16:35 - FB ummæli ()

Borgarbanki 2

Það er allt til í henni stóru Ameríku. Í Norður Dakóta á fylkið bankann. Þar með hagnast almenningur samtímis og bankinn þeirra græðir. Bankinn má eingöngu fjárfesta í raunverulegum verðmætum og framleiðslu. Þar sem bankinn fjárfesti ekki í vitleysu þá hafði bankahrunið 2007 lítil áhrif á hann. Þar sem vaxtakostnaður er nánast enginn fyrir Norður Dakóta er mun meira til skiptanna. Flest ríki/sveitafélög setja inn skattgreiðslur þegnanna inná bankareikninga og fá litla vexti fyrir. Aftur á móti geta vaxtagreislur verið þungur baggi af lánum sem ríkin þurfa að taka. Auk þess er vaxtakostnaðurinn breytilegur og eins og í dæmi Grikkja þá voru þeir slegnir niður með háu vaxtastigi og fullveldi þeirra fór í hendur erlendra aðila.

Íslenka ríkið greiðir mikið í vaxtarkostnað og það á við fleiri ríki. Vaxtgreiðslur þýska ríkisins er næststærsti liðurinn á fjárlögum þeirra. Vaxtakostnaður er stór hluti af kostnaðinum við að reka heimili. Vaxtakostnaður eru stór hluti af öllu sem við greiðum fyrir hvort sem það eru vörur eða þjónusta. Sá kostnaður er um 40% af rekstarkostnaði venjulegs heimilis. Ef við slyppum við þann kostnað gætum við minkað vinnuna verulega og verið heima hjá fölskyldunni okkar.

Bankinn í Norður Dakóta var stofnaður 1919 og er enn að dæla fjármunum inn í fylkiskassann. Oftar en ekki þegar bankinn græðir vel getur fylkið lækkað skatta, þ.e. fólkið nýtur arðsins. Fylkið þarf ekki að eiga varasjóði fyrir mögru árin því þau eru sjaldséð og eru þau þá helst í formi náttúruhamfara, þá fær fylkið lánað til byggja upp á nýtt(vaxtalaust). Auk þess styður bankinn við alla einkabanka í fylkinu þannnig að þeir blómstra í stað þess að vera á heljarþröm eins og víðast hvar annars staðar. Þar sem öll lán til fylkisins eru í raun vaxtalaus þá minnkar fjármagnskostnaður við allar framkvæmdir um 40% og það er ekki lítið.

Er þetta ekki skárra en það sem við höfum núna?

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur