Föstudagur 06.11.2015 - 00:36 - FB ummæli ()

Opið bréf til Bjarna Ben

Sæll Bjarni, samkvæmt Kjarnanum í dag telur þú að Íbúðarlánasjóður sé Samfélagsbanki og því víti til varnaðar hugmyndum manna um að stofna Samfélagsbanka úr Íslands- og Landsbanka. Íbúðalánasjóður er ekki samfélagsbanki. ÍLS hefur bara íbúðarlán á sinni könnu en banki gerir margt annað. Eru t.d. innlánsreikningar fyrir almenning í ÍLS? Hvernig stóð þá á því að ríkisrekinn íbúðalánasjóður lenti í ógöngum? Mikið til vegna ákvarðana manna í ríkisstjórn Davíðs og Halldórs og tengdra aðila á sínum tíma. Afnám bindiskyldunnar 2003, einkavæðing bankanna og lánlausir verktakar, allt á vakt XD og XB, settu Íbúðalánasjóð í uppnám sem sjóðurinn réð ekki við. Orðræðunni var breytt, að græða varð eftirsóknarverður eiginleiki og mantra. Íbúðalánasjóður sem hafði önnur markmið kunni ekki fótum sínum forráð. Einkabankarnir komu inn á íbúðarlánamarkaðinn og undirbuðu Íbúðarlánasjóð og lántakendur greiddu upp lán sín hjá Íbúðarlánasjóði. ÍLS gat ekki greitt upp sín eigin lán vegna skorts á uppgreiðsluákvæði. Þar með hafði ÍLS talsvert af peningum(án hirðis). Þess vegna lánaði ILS einkabönkunum(af öllum) Eftir glæsilegt gjadþrot þeirra varð það tap ÍLS. Margir verktakar urðu einnig gjaldþrota og ÍLS tapaði þar einnig.

Mistök ÍLS var að treysta einkaaðilum.

Samfélagsbanki er allt annað Bjarni.  Gott væri að stofna samfélagsbanka að fordæmi North Dakota ríkisins í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sá banki var stofnaður 1919 í kjölfar efnahagserfiðleika og uppskerubrests sem einkabankarinr höfðu bara eitt svar við; að innheimta veðin fyrir skuldunum, þeir kunnu ekki neitt annað. Afleiðingin var samfélagsleg katastrófa. Hvað skiptir það einkabanka máli, hluthafarnir fengu sitt. Það er einmitt það sem við höfum upplifað undanfarin ár á Íslandi, almenningi var og er kastað út af heimilum sínum í skiptum fyrir gróða hluthafa

Samfélagsbankinn í Norður Dakóta starfar eftir lögum sem hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi. Bankinn fjárfestir í raunverulegri verðmætasköpun en ekki spákaupmennsku. Ríkið getur alltaf fengið ódýr lán hjá bankanum sínum. Þar að auki kunna einkabankarnir í N-Dakóta þessu vel því þeir starfa í skjóli stóra bankans sem veitir þeim rekstraröryggi ef sveiflur verða. Reyndar lenti banki Norður Dakóta ekki vandræðum vegna bankakreppurnnar 2008 því þeir höfðu ekki keypt neina ”gúmmítékka” sem hinir bankarnir gerðu. Það samrýmdist einfaldlega ekki fjárfestingastefnu samfélagsbanka að taka þátt í spilavíti  einkabankanna.

Einkabankar sinna hluthöfum en samfélagsbankar sinna almenningi, á því er í raun eðlismunur.

Kæri Bjarni, það er okkur í Dögun ljúft og skylt að útskýra fyrir þér hugmynd okkar um samfélagsbanka nánar. Þú ert því hjartanlega velkominn á Landsfundar Dögunar um helgina á Grensásvegi 16a í Reykjavík til að kynna þér þessi mál.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur