Mánudagur 09.11.2015 - 21:16 - FB ummæli ()

Stjórnmálaályktun-stjórnarskráin og fleira

Landsfundur Dögunar var haldinn núna um helgina, þ.e. 6. og 7. nóvember 2015. Fundurinn gekk vel og var  eftirfarandi stjórnmálaályktun samþykkt. Ég læt hana hér á bloggið ef einhver skyldi finna þar eitthvað við sitt hæfi. Reyndar birti Mogginn yfirlýsinguna einn fjölmiðla, spurningin hvort þeim fannst hún góð eða voru bara að fullnægja skyldum sínum sem blaðamenn. Dæmi hver fyrir sig.

Stjórnmálaályktun landsfundar Dögunar 2015.

Dögun stjórnmálasamtök samþykktu á landsfundi sínum kjarnastefnu samtakanna sem stefnir að sanngjarnara og réttlátara fjármála-, velferðar-  og húsnæðiskerfis

Fundurinn samþykkti einnig ályktun um stjórnarskrármál, uppgjör föllnu bankanna og húsnæðismál.

Stjórnarskráin

Ljóst virðist að nýja stjórnarskráin kemst aldrei í gegnum spillt Alþingi. Dögun hvetur til að hafin verði söfnun undirskrifta meðal kosningabærra Íslendinga. Þegar meirihluti hefur undirritað samþykki sitt er ný sjórnarskrá samþykkt af þjóðinni og núverandi í raun úr gildi fallin.

Húsnæðismál

Dögun fordæmir seinagang ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og í raun hefur ekkert gerst annað en að arðsemisfjárfestum hefur verið gert kleift að herja á húsnæðismarkaðinn og með því hækkað fasteigna- og leiguverð á íbúðarhúsnæði.

Ríkissjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lofaði breytingum á húsnæðiskerfi landsmanna og mótun framtíðarstefnu í húsnæðismálum sem gerði öllum kleift að búa við húsnæðisöryggi.  Framangreind áform hafa ekki gengið eftir.

Dögun stórnmálasamtök hvetur til þess að hafin verði stórfelld uppbygging á óhagnaðardrifnum leigumarkaði í húsnæðissamvinnufélögum sem er forsenda þess að skapa jafnvægi og aðhald á húsnæðismarkaði.

Fallnir bankar

Dögun fordæmir þá leynd og óskýrleika sem hefur einkennt vinnubrögð í kringum uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna sem hrundu til grunna árið 2008 og bitnaði harkalega á þorra almennings.

Það er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin kynnir nú er ekki í neinu samræmi við digurbarkalegar yfirlýsingar forsætisráðherra Sigmundar Davíðs í aðdraganda síðustu alþingiskosninga um hvernig skuli tekið á hrægammasjóðum.  Ekki er ljóst hvort það uppgjör sem ríkisstjórnin hefur kynnt muni  á ný bitna á almenningi. Verst er þó að ríkisstjórnin stefnir á að endurreisa nánast óbreytt fjármálakerfi og var fyrir hrun með tilheyrandi einkavinavæðingu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur