Sunnudagur 07.02.2016 - 15:48 - FB ummæli ()

Hvað er samfélagsbanki

Þessi grein eftir mig birtist í Morgunblaðinu í gær. Mogginn birtir allar greinar jafnvel þær sem fara gegn pólitík hans, virðingvert.

Umræða um samfélagsbanka á Íslandi hefur verið áberandi upp á síðkastið. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt til að Landsbankanum verði breytt í samfélagsbanka. Ráðandi öfl hafa tekið þessari hugmynd illa og haft í frammi villandi málflutning. Stjórnmálasamtökin Dögun hafa haft samfélagsbanka á stefnuskrá sinni frá upphafi.

Þessi átök milli ”Main street” og Wall street” eru ekki ný. Á seinni hluta 19 aldar voru til sterkar populista hreyfingar í Bandaríkjunum sem vildu fjármálavaldið í hendur opinberra aðila en ekki einkafyrirtækja. Mikil átök voru um hvor aðilinn skyldi hafa einkarétt á framleiðslu peninga og lauk því með ósigri almennings þegar Seðlabanki Bandaríkjanna var stofnaður 1913. Hann er einkabanki að öllu leyti. Siðan þá hafa stjórnmálamenn ekki haft nein raunveruleg völd heldur bankakerfið. Valdið fylgir þeim sem framleiðir peningana (1).

Núna hafa Bernie Sanders og Jeremy Corbyn sett sig upp á móti fjármálavaldinu og það gefur aukinn vind í seglin. Hugmyndin um samfélagsbanka er að hnika peningavaldinu örlítið til hliðar í þágu almennings. Til að áhrif samfélagsbanka verði afgerandi þarf hann að vera stór. Þess vegna er hugmyndin um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka góð og jafnvel að leggja til Íslandsbanka. Grunnhugmyndin er sú að hagnaður sem skapast af bankastarfsemi verði skilað til baka til samfélagsins, almennings. Það gæti verið í formi lægri skatta eða styrk í sérstök verkefni.

Andstæðingar hugmyndarinnar telja að ekki gangi að reka banka nema hann sé einkarekinn. Dæmi um samfélagsbanka sem oft er bent á er bankinn í Norður Dakóta (2)(3). Hann er eign fylkisins og er því ríkisrekinn banki. Hann hefur yfirburða stöðu á markaðnum og stuðlar að stöðugleika. Hann tekur ekki þátt í áhættusömum rekstir, þ.e. hann er viðskiptabanki. Hann hefur flest árin frá því hann var stofnaður 1919 skilað hagnaði í ríkiskassann sem hefur komið íbúum Norður Dakóta til góða.

Við í stjórnmálasamtökunum Dögun (4) munum hafa fræðslufund um samfélagsbanka laugardaginn 13. febrúar í Norræna húsinu kl 14:00. Við höfum fengið tvo frábæra fyrirlesara til að kynna fyrir okkur efnið. Ellen Brown er Kaliforníubúi, lögfræðingur og rithöfundur (5). Hún hefur skrifða bækur um samfélagsbanka. Hún hefur stofnað áhugamannasamtök í BNA til að koma samfélagsbönkum á koppinn sem víðast. Auk þess skrifar hún mikið af greinum um efnið sem birtast víða. Eftir dvöl sína á Íslandi mun hún fara til Englands og ræða við Corbyn því Verkamannaflokkurinn hefur óskað eftir aðstoð hennar. Hinn fyrirlesarinn, Wolfram Morales kemur frá Þýskalandi en hann er framkvæmdastjóri yfir regnhlífasamtökum (6) sem eru yfir einum stærsta samfélagsbanka Þýskalands, Sparkasse. Samkvæmt OECD eru samfélagsbankar þar um 40% af bankamarkaðnum þegar miðað er við fjármagnseignir (7).

Þau munu útskýra fyrir okkur hvernig samfélagsbankar virka og að það sé raunverulegur möguleiki á að stofna slíkan banka á Íslandi.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur