Samkvæmt skoðanakönnunum þá stefnir í að fjórflokkurinn haldi sínum völdum. Við getum þar með sagt að Búsáhaldarbyltingunni sé lokið. Reyndar er hugsanlegt að Vinstri grænir fylli Austurvöll að nýju ef D og B mynda næstu ríkisstjórn. Það virðist fara þeim best að öskra á auðvaldið utan girðingar en að hjóla í það á Alþingi. Dögun […]
Uppboð á heimilum fólks er algengt á Íslandi í dag, um 3 á dag að meðaltali. Þetta er gert til að tryggja endurheimtur fjármagns fjármagnseigenda. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir viðkomandi fjölskyldur. Þetta er ekki velferð í verki. Þetta ætlar Dögun að stöðva. Á öðrum vettvangi eru fjármagnseigendur að reyna að hámarka fé sitt og er […]
Fyrir stafni í íslenskri pólitík eru mörg vandamál og þau eru rædd en á einhvern hátt á almenningur erfitt með að ná alvarleikanum. Sennilega er of mikið suð í umræðunni. Það kom fram í skýrslu Seðlabanka Íslands í mars að við munum ekki getað staðið í skilum með afborganir af lánum Íslands á næstu árum. […]
Það eru margir í nettu áfalli yfir því að það virðist stefna í valdatöku Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna eftir kosningar. Þeir hafa hingað til staðið með þeim öflum í þjóðfélaginu sem stjórna í valdi auðs. Hjá þeirri valdastétt verða hagsmunir almennings oftast afgangsstærð. Sjálfstæðisflokkurinn er víst bara reynslunni ríkari en annars óbreyttur. Þar með getum við […]
Kjósendur hafa mismunandi ástæður fyrir því að kjósa þennan eða hinn flokkinn. Sumir eru vinstri menn og leggja áherslu á að velferðakerfið gefi öllum sem líkust kjör til að þroskast og dafna. Aðrir eru hægri menn og vilja frelsi einstaklingsins til að græða á daginn og.. Jafnvel eru til menn sem trúa því að það […]
Almenningur er grálúsugur eftir samveru sína við fjórflokkinn á liðnum kjörtímabilum. Öllu má svo sem venjast og þótti kannski ekki tiltökumál í gamla daga. Við ættum þó að þekkja hann af verkum sínum og það ætti að leiða okkur að öðrum valmöguleikum. Tel að fólk eigi að kjósa T núna í kosningunum en forðast gamla […]
Núna sveiflast pendúllinn til baka hjá íslenskum kjósendum. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn virðast ætla að sitja í næstu ríkisstjórn. Sjálfsagt ýmsar skýringar á því en ég verð þó að kvarta yfir skorti á sögulegu samhengi. Það var þetta með vín á gamla belgi; ”Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi, því þá sprengir vínið belgina, […]
Það er tekist á um landið okkar. Fjármagnseigendur vilja fá sitt það er sinn hlut í gömlu bönkunum, snjóhengjuna og fleira. Við eigum engan gjaldeyri til þess. Þá verðum við að nota gjaldeyrisvaraforða AGS og þá er hann orðin okkar skuld. Þar sem við eigum ekki einu sinni gjaldeyri til að standa í skilum á […]
Við vitum að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn láta vel að stjórn banka, LÍÚ og virkjunarsinna, það kennir reynslan okkur. Rannsóknarskýrslan sagði okkur margt um það og einnig að vinnubrögðin væru afleit hjá stjórnvöldum. Núverandi kjörtímabil kenndi okkur Íslendingum líka góða lexíu. Núna vitum við að það breyttist ekkert í megindráttum við það að fá vinstri stjórn. […]
Sigurður Guðmundsson skrifar grein í Læknablaðið um hörmungar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á því var full þörf, vægast sagt. Ástandið er slæmt og eins og hann bendir á þá hafa bankastofnanir notið forgangs fram yfir heilbrigðisstofnanir. Þetta er vel þekkt eftir kreppur. Tökum nokkur dæmi: Um 1990 voru afborganir Afríkuþjóða til AGS meiri en öll útgjöld […]