Það er stöðugt vaxandi umræða um að gjaldeyrishöftin fari ekki saman með inngöngu í Evrópusambandið. Þess vegna verði að afnema þau fyrir inngöngu. Nefnd manna situr núna og reynir að finna lausn á málinu. Önnur nefnd á einnig að huga að framtíðar gjalmiðilsmálum Íslendinga. Þau sögðust vera á móti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en unnu svo með honum […]
Að einstaklingar geti nauðgað ungri konu og kveikt síðan í henni er venjulegu fólki óskiljanlegt. Þar hlýtur að að vera á ferðinni algjör afneitun á tilvistarrétti viðkomandi einstaklings. Þegar fellibylurinn Helena gekk yfir New Orleanse og lagði allt í rúst voru einstaklingar á pari við Friedman að leggja drög að því að einkavæða alla skóla […]
Við getum lesið skýrslur hagfræðinga frá ýmsum löndum um það að þeir ríku verða alltaf ríkari og þeir fátæku fátækari. Mjög algengt er að auðsöfnunin gerist á löglegan hátt eftir að lögum viðkomandi ríkja hefur verið breytt til hagsbótar fyrir hina ríku. Margir þekkja til skattalækkana Bush forseta handa auðstéttinni í Ameríku. Auk þess þekkjum […]
Þeir sem hönnuðu evruna komu því þannig fyrir að Seðlabanki Evrópu(SBE) má ekki lána þjóðríkjum peninga innan ESB (Article 123 of the Lisbon Treaty). Aftur á móti getur SBE lánað einkabönkum peninga. Bankarnir fá þessi lán á mjög lágum vöxtum, u.þ.b 1%. Þjóðríki ESB verða því að fá lánað hjá einkabönkum. Þess vegna eru þjóðríkin […]
Íslensk þjóðarsál er sennilega margbrotið fyrirbæri. Þrátt fyrir það tel ég að við fylgjum nokkurn veginn svipuðum ferlum og aðrir. Til að mynda þá er almenn óánægja með ástandið á Íslandi sérstaklega hjá þeim sem voru og eru með skuldir. Mjög margir hafa orðið gjaldþrota, bæði einstaklingar eða fyrirtæki. Núverandi ríkisstjórn sem var kosin vegna […]
Þráin að hafa allt í föstum og öruggum skorðum er mikil. Flestir vilja og kjósa sér einfalt líf. Heimili, fjölskyldu og kannski börn. Nærumhverfið er viðmiðið og allt er gert til að rétlæta tilvist þess. Örugg vinna og heimili samfara unaðsstundum í faðmi fjölskyldu og vina, eða bara að horfa á bolta yfir ölglasi samfara […]
Ég hef gaman af mannkynssögu og tel okkur geta lært mikið af henni. Þrátt fyrir það hef ég ekki haft dug né áhuga til að eltast við frásagnir af Landsdómsmálinu. Ekki að þær séu ekki merkilegar né mikilvægar en einhvern veginn finnst mér þær ekki skipta öllu máli. Það má ekki misskilja mig þannig að […]
Evrópa brennur. Mótmæli eru vaxandi. Almenningi er ofboðið í Evrópu. Aþena brann um daginn. Fréttir berast eftir krókaleiðum að mótmæli á Spáni hafi endað með brunnum húsum og bílum. Netþræðir eru stútfullir af andstöðu, ályktunum gegn framkvæmdavaldi ESB og skipulagningu á frekari mótmælum gegn framkvæmdavaldi ESB. Núna er ekki rætt um einhver blómamótmæli heldur alvöru […]
Flest allar tegundir af hagfræðingum telja verðbólgu orsakast af allt of mikið af peningum að eltast við allt of fáar vörur. Þar sem allir peningar eru búnir til sem skuld þá eykst skuldin nákvæmlega jafn mikið og peningamagnið. Þess vegna erum við með tvær jafngildar stærðir, magn skuldar og magn peninga í umferð. Hvort er […]
Algengast er að peningar séu búnir til af tveimur aðilum í þjóðfélaginu. Ríkið/Seðlabankinn býr til seðla og mynt sem við höfum í veskinu til daglegs brúks. Það er eingöngu um 1-5% af öllum peningum. Hinn hlutinn um 95-99% er búinn til af bönkum. Framleiðsla seðla og myntar stjórnast af þörf þjóðfélagsins fyrir peninga í þessu […]