Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Sunnudagur 19.06 2016 - 22:36

Jafnaðar og ójafnaðarmenn

Menn hafa rætt jöfnuð í samfélaginu undanfarið. Sigurður Ingi núverandi Forsætisráðherra segir í hátíðarræðu sinni 17. júní að jöfnuður sé nauðsynlegur. Hann bendir á að það sé bara ekki hægt að framkvæma hann strax. Meira að segja í einu ríkasta landi veraldarinnar á jöfnuðurinn að koma “seinna”. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar talar um jöfnuð í öðru […]

Laugardagur 04.06 2016 - 21:19

Landsvirkjun

Umræða um Landsvirkjun hefur verið nokkur undanfarið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið þeirrar skoðunar að einkavæða Landsvirkjun. Reynsla Íslendinga af einkavæðingum Sjálfstæðisflokksin er ekki góð. Þegar þeir einkavæddu stór ríkisfyrirtæki, bankana, þá endaði það nánast með þjóðargjaldþroti. Ekki víst að það verði toppað í náinni framtíð. Núna hefur Sjálfstæðisflokknum bæst liðsauki við einkavæðingu á Landsvirkjun í formi […]

Föstudagur 03.06 2016 - 21:03

Slátrarinn í Stundinni

Í Stundinni  kennir ýmissa grasa. Meðal annars er fróðleg grein eftir Illuga Jökulsson um orrustuna við Somme sem núna er hundrað ára. Þar sem ég er sögufrík þá byrja ég lesturinn þar. Mannfallið var gríðarlegt, u.þ.b. 300.000 hermenn létu lífið í allri orustunni við Somme. Allt menn í blóma lífsins sem áttu framtíðina fyrir sér. […]

Sunnudagur 29.05 2016 - 23:26

Framtíð barnanna okkar

Börnin okkar hafa undanfarna daga verið að útskrifast úr skólum landsins. Framtíð flestra er björt og möguleikar þeirra margvíslegir. Þau eiga reyndar litla möguleika á því að eiga fyrir húsaleigu og hvað þá að kaupa sér þak yfir höfuðið. Þökk sé valdhöfum. Illugi vinnur hörðum höndum að því að gera opinbert skólakerfi óaðlaðandi og markmiðið […]

Laugardagur 21.05 2016 - 23:41

Aflandskrónur á Saga class

Meðan landsmenn eru önnum kafnir við vorverk í görðum sínum leggur Fjármálaráðherra okkar fram lög um afléttingu gjaldeyrishafta á aflandskrónum. Frumvarpið er lagt fram á föstudagskvöldi og á að vera orðið að lögum á sunnudagskvöldi. Asinn er vegna hugsanlegrar sölu á verðbréfum og sniðgöngu. Er það mikilvægara en að almenningur fái að meta frumvarpið og […]

Mánudagur 16.05 2016 - 22:49

Heimilisbankinn

Núna hefur hópur einstaklinga farið af stað og myndað hóp til að stofna samfélagsbanka. Heimasíða hópsins er http://heimilisbankinn.is  Meðlimum hópsins er full alvara og vinna ötullega að markmiði sínu. Eftir að íslenskt bankakerfi í einkaeigu skeit svo fullkomlega á sig árið 2008 að það flokkast sem heimsmet núorðið fóru Íslendingar að huga að öðrum kostum […]

Laugardagur 09.04 2016 - 21:43

Þið þarna 38 þingmenn

Það virðist hafið yfir allan vafa að Bjarni ykkar hafi átt aflandsfélag. Það er staðfest að þið styðjið Ríkisstjórn þar sem Forsætisráðherranum ykkar finnst allt í lagi að fólk eigi aflandsfélag. Ykkur öllum finnst þá í góðu lagi að eiga aflandsfélag. Þar með hafið þið öll lagt blessun ykkar yfir starfsemi aflandsfélaga í heiminum og […]

Þriðjudagur 05.04 2016 - 21:57

Samfélag manna og aflandsfélög

Að setja peninga sína í skattaparadís er glæpur vegna þess að; rannsóknir hafa sýnt að ef Afríka gæti skattlagt skattaundanskot á 10 ára tímabili bara með 30% skatti þá yrði heimsálfan skuldlaus(1). Þá væri enginn að deyja úr hungri og þorsta. Það deyja 900 börn á klukkustund í vanþróuðu ríkjunum og flest þeirra að nauðsynjalausu. […]

Laugardagur 12.03 2016 - 22:33

Einmana Stjórnarskrá og boltinn

Þegar íslensk valdastétt hafði skitið á sig haustið 2008 ákvað hluti hennar að sleppa stjórnarskránni út úr steinkassanum við Austurvöll. Almenningur tók henni vel og hófst handa við að betrumbæta hana. Mikið ferli fór í gang meðal almennings og mikil bjartsýni ríkti. Hinn hluti valdastéttarinnar vann hörðum höndum við að koma í veg fyrir allar […]

Föstudagur 04.03 2016 - 21:16

Samtal þjóðar og þings

Þessa dagana á sér stað mikil valdabarátta í íslenskri pólitík. Í lok síðasta kjörtímabils tók sig til nokkuð stór hópur þingmanna og stöðvaði framgang stjórnarskrá Stjórnlagaþings. Þeir vildu frekar vinna þetta í nefnd, stjórnarskrárnefnd á þessu kjörtímabili. Núna hefur þessi nefnd sent frá sér drög að þremur frumvörpum til breytingar á gömlu stjórnarskránni. Frumvörp um; […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur