Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 02.03 2016 - 18:06

Einkavæðing á heilsugæslu

Heilsugæslan hefir verið í fjárhagslegu svelti árum saman og hefur meðal annars Vilhjámur Ari læknir bloggað um það. Núna kemur Kristján Júl ráðherra með uppskrift frá Svíþjóð sem á að bjarga heilsugæslunni. Hugmyndin er að sjúklingarnir burðist með bakpoka fullan af peningum á þær heilsugæslustöðvar sem þeir vilja nýta, þ.e. að sjúklingarnir geti valið sér […]

Föstudagur 26.02 2016 - 20:33

Stjórnarskráin okkar

Mörgum Íslendingnum er farið að lengja eftir stjórnarskrá sem virkar og er við hæfi. Þeim sem sitja í stjórnarskárnefnd Forsætisráðauneytisins og skilaði núna uppkasti sínu virðast alls ekki vera samstíga þjóðinni að þessu leytinu. Hver er ósk og væntingar margra Íslendinga þegar kemur að nýrri stjórnarskrá?   Við teljum stjórnarskrá vera verklagsreglur fyrir kjörna fulltrúa […]

Fimmtudagur 18.02 2016 - 22:51

Kæri Guðlaugur Þór

Ég hlustaði á þig og Ögmund rökræða um samfélagsbanka í Bítinu 17. febrúar á Bylgjunni. Það eru nokkur atriði sem ég vil gera athugsemdir við í málflutningi þínum. Sparkasse í Þýskalandi er með 50 milljón Þjóðverja af 80 milljónum sem viðskiptavini og hefur starfað í 200 ár. Þegar Þjóðverjar eru spurðir hvaða stofnun þeir treysta […]

Föstudagur 12.02 2016 - 00:16

Spilavíti eða samfélagssáttmáli

Laugardaginn 13. febrúar verður fundur um samfélagsbanka í Norræna húsinu kl. 14. Kannski finnst sumum þetta ómerkilegt mál en það leynist margt í þessu máli. Ef fólk veltir fyrir sér öllum þeim kostnaði sem það er að greiða til bankanna þá er hann mikill og fólk kvartar sáran yfir honum. Einnig finnst fólki vextirnir himinháir […]

Sunnudagur 07.02 2016 - 15:48

Hvað er samfélagsbanki

Þessi grein eftir mig birtist í Morgunblaðinu í gær. Mogginn birtir allar greinar jafnvel þær sem fara gegn pólitík hans, virðingvert. Umræða um samfélagsbanka á Íslandi hefur verið áberandi upp á síðkastið. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt til að Landsbankanum verði breytt í samfélagsbanka. Ráðandi öfl hafa tekið þessari hugmynd illa og haft í […]

Miðvikudagur 03.02 2016 - 19:42

Að fara yfir á rauðu

Á morgun verður umræða um TISA á Alþingi, Ögmundur og Gunnar Bragi munu takast á um málið. Ekki vanþörf á. Við í Dögun héldum fund um TISA málið í Norræna Húsinu um daginn og þar kom glöggt fram mikill áhugi og áhyggjur almennings. Margt í þessu máli er ekki í lagi. Ríkustu þjóðirnar innan Alþjóðaviðskiptastofnnarinnar(WTO) […]

Sunnudagur 31.01 2016 - 22:44

Kæri Bjarni Ben

Sæll Bjarni, samkvæmt fréttum liðinna mánaða telur þú að Íbúðarlánasjóður (ÍLS) sé samfélagsbanki. Þú vilt meina að ÍLS sé samfélagsbanki og sé gott dæmi til að varast. Þú hefur beitt þessu sem röksemd gegn þeirri hugmynd að Landsbankanum verði breytt í samfélagsbanka. Þú getur ekki stofnað bankabók í ÍLS og þess vegna er ÍLS ekki […]

Laugardagur 23.01 2016 - 00:37

TISA

Margir halda að fríverslunarsamningar fjalli um afnám tolla. Það að þjóðríki setjist niður til margra ára samningaviðræðna við það eitt að skera niður einhverjar prósentutölur í tollatöflum  ríkja er ekki sennilegt. Nei fríverslunarsamningar eru miklu meira. Það ætti einnig vera augljóst að mikið er í húfi þar sem farið er með innihald samningaviðræðnanna eins og […]

Miðvikudagur 16.12 2015 - 01:04

TISA vs COP21 í París

Sá hluti TISA samningsins sem fjallar um orkumál mun væntanlega hafa gagnstæð áhrif á nýtt samkomulag um kælingu jarðar, kallað COP 21, sem nýlega var undirritað í París samfara lófaklappi. Það merkir að TISA mun auka myndun koltvísýrings í andrúmsloftinu á sama tíma og COP21 reynir að minnka koltvísýring. TISA stendur fyrir Trade in Service […]

Fimmtudagur 03.12 2015 - 22:48

Vigga vinkona og Peningar

Vigdís Hauks formaður fjárlaganefndar Alþingis Íslendinga heldur því fram að ekki séu til nægir peningar til að reka Ríkið, t.d. Landspítalann. Því miður veit hún ekkert hvað peningar eru. Peningar eru verkfæri til að flytja verðmæti framleiðslu okkar frá einum stað til annars, frá einum tíma til annars. Ef við framleiðum ekki neitt þurfum við […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur