Miðvikudagur 18.03.2009 - 17:29 - 4 ummæli

Aftur á vefinn

Eftir gott hlé frá reglulegum færslum á veraldarvefinn hef ég fengið síðu hér á Eyjunni. Ég var með eigin síðu þar sem dagbók var færð og gestapennar komu við frá 2004-2007. Nú skal byrjað aftur.

Ég mun áreiðanlega mest skrifa um sveitarstjórnarmálin og stjórnmálin í landinu. Það eru mjög undarlegir og erfiðir tímar hjá íslenskri þjóð og full ástæða til að taka þátt í umræðunni. Prófkjörin flest búin, þó ekki hjá mínum flokksfélögum í Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi en þar verður valið laugardaginn 21. mars. Þar er glæsilegur hópur að bjóða sig fram til að vinna í þágu kjördæmisins og þjóðarinnar allrar. Hjá okkur stefnir í mikla endurnýjun.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

»

Ummæli (4)

  • Sæll,

    það verður gaman að lesa hugleiðingar þínar.

    Bestu kveðjur að sunnan

    Eiríkur

  • Ég benti þér á sl. sumar að íslenskar áhafnir farskipa greiða ekki krónu til samfélagsins (nema fasteignagj.) en fá hér alla þjónustu amk sveitarfélaga.
    Þú svaraðir mér engu þá, finnst þér þetta engu máli skipta?

  • Sæll, gamli vinur, gaman að sjá þig kominn hér á Eyjuna. Sjálfur vonast ég til þess að komast hér í gang á nýjan leik áður en langt um líður.

  • Það fer um mig aulahrollur.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur