Eftir gott hlé frá reglulegum færslum á veraldarvefinn hef ég fengið síðu hér á Eyjunni. Ég var með eigin síðu þar sem dagbók var færð og gestapennar komu við frá 2004-2007. Nú skal byrjað aftur.
Ég mun áreiðanlega mest skrifa um sveitarstjórnarmálin og stjórnmálin í landinu. Það eru mjög undarlegir og erfiðir tímar hjá íslenskri þjóð og full ástæða til að taka þátt í umræðunni. Prófkjörin flest búin, þó ekki hjá mínum flokksfélögum í Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi en þar verður valið laugardaginn 21. mars. Þar er glæsilegur hópur að bjóða sig fram til að vinna í þágu kjördæmisins og þjóðarinnar allrar. Hjá okkur stefnir í mikla endurnýjun.
Sæll,
það verður gaman að lesa hugleiðingar þínar.
Bestu kveðjur að sunnan
Eiríkur
Ég benti þér á sl. sumar að íslenskar áhafnir farskipa greiða ekki krónu til samfélagsins (nema fasteignagj.) en fá hér alla þjónustu amk sveitarfélaga.
Þú svaraðir mér engu þá, finnst þér þetta engu máli skipta?
Sæll, gamli vinur, gaman að sjá þig kominn hér á Eyjuna. Sjálfur vonast ég til þess að komast hér í gang á nýjan leik áður en langt um líður.
Það fer um mig aulahrollur.