Færslur fyrir febrúar, 2010

Sunnudagur 28.02 2010 - 23:42

Skemmtilegur landbúnaðarráðherra

Mér fannst landbúnaðarráðherrann skemmtilegur þegar hann fann að auglýsingu Símans þar sem nokkrir lopapeysuklæddir karlmenn leggja ekki í þorrabakkann. Ætli þetta hafi verið lattelepjandi lopapeysukarlar? Mér finnst auglýsing Símans mjög skemmtileg líka, ekki síðri en ráðherrann. Ætli það séu engar landbúnaðarafurðir í pizzum? Annars er myndin hérna í hausnum af Snæfjallaströndinni norðan Ísafjarðardjúps.

Föstudagur 26.02 2010 - 18:29

ESB og sjávarútvegsmálin

Ég hef um langa hríð verið hlynntur því að íslenska þjóðin færi í aðildarviðræður við Evrópusambandið, þar væri látið reyna á það hvernig samning þjóðin gæti fengið og kosið svo um þá niðurstöðu. Um þetta hef ég skrifað greinar og það löngu fyrir bankahrunið. Hrunið hafði sem sagt ekki þau áhrif að ég væri hlynntur […]

Fimmtudagur 25.02 2010 - 19:59

Afneitun

Það er ótrúlegt að lesa fréttir af grein Ingibjargar Sólrúnar. Ég hef nefnilega ekki lesið greinina sjálfa en sé að marka fréttir fer fv. formaður Samfylkingarinnar með himinskautum í afneitun vegna þess ástands sem hér skapaðist og kristallaðist í bankahruni haustið 2008. Það er ljóst að ábyrgðin hvílir á mörgum, m.a. stjórnamálamönnum. Það er ekkert […]

Miðvikudagur 24.02 2010 - 20:29

Stórt verkefni

Í dag komu fulltrúar sveitarfélaganna í landinu saman til vinnufundar um málefni fatlaðra. Þessi fundur var sérstaklega hugsaður til að fjalla um málið frá sjónarhóli sveitarfélaganna. Við höfum haldið fundi með öllum hagsmunaaðilum og tökum alvarlega setninguna góðu: ,,Ekkert um okkur án okkar.“ En núna vorum við að ræða hvað þyrfti að gera þá rúmu […]

Þriðjudagur 23.02 2010 - 15:25

Stefnumál sambandsins 2009-2010

Það getur verið gagnlegt að kíkja á samþykkta stefnu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í hinum ýmsu málum er varða sveitarstjórnarstigið í landinu. Verkefnin eru fjölbreytt, miklu fjölbreyttari en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Kíkið á þetta og ýmislegt fleira á síðu sambandsins.

Föstudagur 19.02 2010 - 16:50

Málefni fatlaðra, nærþjónusta sveitarfélaga

Stefnt er að því að málefni fatlaðra færist frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011 og að því er unnið. Framundan er vinnufundur sveitarfélaga 24. febrúar um þetta mikilvæga mál. Um langa hríð hefur verið vilji fyrir því að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Það gekk næstum eftir árið 2001 en þá slitnaði […]

Fimmtudagur 18.02 2010 - 17:42

Sjálfstæður seðlabanki núna

Á Alþingi var forsætisráðherra spurð að því hvort hún teldi ummæli fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabankans um að Ísland sé ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni ekki vera skaðleg fyrir hagsmuni Íslands. Úr frétt á visir.is: ,,Jóhanna tók undir með Sigmundi og sagði að ummæli Anne væru afar óheppileg. […]

Miðvikudagur 17.02 2010 - 20:47

Fyrningarleið var ekki efst á baugi hjá kjósendum

Sá hluti stjórnarliða sem talar fyrir því að stórskaða fyrirtæki í sjávarútvegi og þar með landsbyggðina alveg sérstaklega heldur því fram að um þetta hafi verið kosið vorið 2009. Það var talað um fyrningarleið í kosningabaráttunni en það sem fólk talaði mest um var bankahrunið og að stjórnarflokkarnir hefðu látið þetta gerast á sinni vakt. […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur