Þriðjudagur 07.04.2009 - 16:44 - 4 ummæli

Komdu vestur

Hér í Ísafjarðarbæ er að venju mikið um að vera. Í gær lauk 3ja daga Unglingameistaramóti Íslands á skíðum og framundan er skíða- og menningarveisla.

Skíðavikan www.skidavikan.is verður sett á morgun. Dagskrá hennar er að vanda umfangsmikil, sýningar, skíðaferðir og ótal atburðir er þar að finna. Það er ekki möguleiki gera allt sem boðið er upp á þannig að maður verður að velja það sem hentar. Mig langar ansi mikið í gönguskíðaferð norður í Jökulfirði þar sem gengið er á milli Aðalvíkur og Hesteyrar svo eitt dæmi sé tekið.

Svo er það tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður www.aldrei.is sem er tónlistarveisla í tvo daga. Föstudag og laugardag. Og það er ókeypis inn á tónleikana.

Veðrið er margbreytilegt en þó það spái einhverju smá fjúki þá hefur það ekki dregið úr fólki hingað til að koma vestur og njóta þess að vera hér í menningarveislu milli fjallanna.

Vestfirðir eru nær en þig grunar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Halldór, færðu ekki reglulega óbragð í munninn bara að segja að þú sért íhaldsmaður og þolir ekki jöfnuð auðæva landsins til fólksins?
    Hvað ætlar þú að gera varðandi Watergate flokksformannsins sem þú studdir eins og eigin kúk.
    Ég sé að fnýkurinn er sá sami frá þér og þess vegna eruð þið sem betur fer í kistulagningu og mín eina ósk er að allt fólk landsins sjái í gegnum ykkur spillingar ógeðið X-d.

    En þú ert samt örugglega þokalegur innan við beinið( ekki skinnið)

  • Upplýsingarnar eru ekki vondar fyrir okkur öll. Það er grundvallarmisskilningur. Þetta er vont fyrir sjálfstæðismenn….. eingöngu. Góða nótt!!!!

  • Ég hélt að sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að vinna sér inn traust þjóðarinnar. Heldur forustan það að þjóðinn kaupi þá yfirlýsingu sem Geir hefur geið út að hann einn beri ábrygð á þessum háu styrkjum? Hætið nú að hagræða sannleikanum og segið okkur satt.

  • Skítlegt eðli

    Nú kemst þú fyrr upp!

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur