Laugardagur 18.04.2009 - 12:35 - 5 ummæli

Þér hefur borist tilboð

Mér hefur borist yfirtökutilboð í hlut minn í Exista hf. Fyrirtækið BBR ehf. sem er í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar er tilbúið að kaupa hlut minn í Exista.

Þeir voru eigendur Exista er það ekki? Þeir eiga meirihlutann a.m.k. núna því að BBR ehf. á 77,9% og Bakkabræður Holding B.V. 10% af heildarhlutafé Exista.

Til að eignast minn hlut í Exista sem ég borgaði 340.000 kr. fyrir þá bjóða þeir 200 kr.

Jú vissulega átti ég ekki að kaupa þennan hlut á sínum tíma. Það er hægt að vera vitur eftir á. Já og auðvitað var þetta áhættufjárfesting.

En manni verður hugsað til allra þeirra sem keyptu hlut í þeim félögum sem eru að fara eða eru farin. Venjulegt fólk fjárfesti í hlutafélögum og sjóðum. Ekki bara það heldur voru sjóðir í okkar eigu, lífeyrissjóðirnir að fjárfesta í þessu.

Ég fæ væntanlega athugasemdir hér á síðunni um að þetta sé allt flokknum mínum að kenna. Hann var á vaktinni með Samfylkingunni sem stýrði Viðskiptaráðuneytinu. Ég tel mikla ábyrgð hvíla á þessum flokkum.

En ekki síður á þeim sem stýrðu fyrirtækjunum sem tóku við öllum þessum fjármunum almennings og hafa tapað þeim að mestu leyti. Því sem ekki tapaðist eru hinir sömu að kaupa til sín á einhver prómill.

Flokkar: Viðskipti og fjármál

«
»

Ummæli (5)

  • Það er óhugnanlegt að hugsa til þess að bakkabræður komist yfir restina af Exista með þessum hætti. Það er svipað og Hitler hefði keypt Þýskaland eftir stríð, þ.e. fyrst að rústa þjóðfélaginu og síðan kaupa það fyrir slikk.

    Það er nauðynlegt að stöðva þessa menn sem eru uppvísir að stórkostlegum glæpaverkum og landráðum. Þeir eru í hópi þeirra sem bera mesta ábyrgð á hruni Íslands.

  • Bjarni Hallsson

    Og var það ekki Viðskiptaráð(sic)sem skóp 90% af regluverkinu ásamt stómennskubrjálæðis skýrslum um framtíðar efnahagskerfi á Íslandi í boði SjáLfstæðisFLokksins!
    Hvað varðar Bakkabræður(glæpabræður)þá má það ekki gerast að þetta nái fram að ganga hjá þeim.
    Oft er nú sjálfsróandi að geta sagst vera vitur eftir á, þó er nú mun betra að framsýnn & raunsær og sjá að mælarnir stefna í rautt. Og bregðast við með því að gera annað en ekki neitt!!

  • lydur arnason

    Sæll, Halldór. Hlutabréfamarkaðurinn gekk alltaf út á áhættu en sem hluti einkavæðingar, ekki ríkisvæðingar. Því á ríkisstjórn þessa lands fyrst og síðast að verja almenning og láta ekki skikka sig til skulda óreiðumanna.

  • Skítlegt eðli

    „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég tel stefnu hans vera besta fyrir okkur Íslendinga. Það er mín bjargfasta skoðun og hefur verið alla tíð.“!!!!!!

    Hvar er blygðunarkennd 23% kjósenda?

  • Jóhannes

    Halldór:

    Ég get ekki stillt mig um að vísa þér að ummæli eins af leiðtogum Sjálfstæðisflokksins í íhaldsarmi hans. Hann er langt í frá einn um þessar skoðanir innan flokksins:

    http://altice.blog.is/blog/altice/entry/856702/

    Halldór, ég óska þér langlífis og að þú verðir ekki hausaður af rannsóknarrétti flokksins. Amk verður að efast um möguleika á frjálsum skoðanaskiptum innan flokksins þegar svona menn ríða húsum og valta yfir tillögur Evrópunefndar flokksins á landsfundi.
    Ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn til þessa og er sammála skoðun þinni í Evrópumaálum. En ég get ekki réttlætt að gefa flokknum atkvæði mitt þar sem ósk um aðildarviðræður og þjóðaratkvæðagreiðslu er talið landráð og amk rödd örfárra hrópenda í eyðimörk flokksins.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur