Þriðjudagur 21.04.2009 - 16:25 - 10 ummæli

ESB sérstaðan farin?

Hverju munu kosningarnar skila þjóðinni að þessu sinni? Skoðanakannanir segja að núverandi ríkisstjórn muni halda velli og forsvarsmenn hennar, formenn VG og Samfylkingar ætla að vinna saman eftir kosningar.

Hvað fær þjóðin út úr því? Mun sú stjórn sem verður hreinræktuð vinstri stjórn vinna þjóðina út úr vandanum? Hún hefur ekki haft langan tíma til að sanna sig en þó – hún tók við 1. febrúar þannig að hún er búin að vera í tæpa þrjá mánuði.

Staðan hefur nú ekki batnað þessa þrjá mánuði. Reyndar hefur krónan veikst töluvert á þessum tíma, svo mikið að til vandræða horfir.

Kannski er ekki sanngjarnt að gefa ríkisstjórn sem hefur starfað svona stutt þá umsögn að staðan hafi ekki batnað. Kannski þarf lengri tíma. En staðan hefur versnað á þessum stutta tíma, þess vegna leyfir maður sér að segja þetta.

En hvað fær þjóðin? Vinstri stjórn sem ætlar að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Já segir Samfylkingin. Nei segir VG. Samt ætla þau í ríkisstjórn. Hvor flokkurinn ætlar að gefa eftir? Samfylkingin mun fallast á að greiða atkvæði um samningsmarkmiðin var laumað að mér í morgun.

Þá skiptir væntanlega ekki máli fyrir ESB sinnana hvort þeir greiða hinum flokkunum atkvæði sitt. Hinir flokkarnir, flestir a.m.k., eru tilbúnir að láta þjóðina ákveða næstu skref í atkvæðagreiðslu. Samfylkingin er eini flokkurinn sem ætlar í aðildarviðræður beint. Sé það gefið eftir í samningum við VG þá er Samfylkingin ekki með neina sérstöðu í ESB málum.

Sumir segja að ESB sinnar í Sjálfstæðisflokknum eigi að kjósa Samfylkingu að þessu sinni. Ég get ekki tekið undir það. Það eru svo ótal mörg atriði sem ég get ekki fellt mig við hjá Samfylkingunni, þó þarna sé vitanlega margt afbragðs fólk eins og í öðrum flokkum.

Ég sem er hlynntur aðildarviðræðum við ESB tel mínu atkvæði best varið hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þess að stefna flokksins í málefnum atvinnulífsins er mikilvæg. Og vegna þess að það er í raun engin ESB sérstaða hjá Samfylkingunni. Hún mun semja um ESB málið við VG á forsendum VG.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (10)

  • Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum í stuttu máli? Ég vill ekki heyra: „Áhersla á nýsköpun“! Það er mikið paradox falið í þesskonar stefnuyfirlýsingu!

    Er stefna á ESB ekki nokkuð afdráttarlaus stefna í atvinnumálum?

    P.S Ég er íhaldsmaður (fyrrverandi sjálfstæðismaður)

  • Séra Jón

    Þá hlýturðu að vera hlynntur ríkisvæðingu atvinnulífsins því afleiðingar stefnu Sjálfstæðisflokksins er sú að flest fyrirtæki verða í „eigu“ ríkisins fljótlega.

    „Ég sem er hlynntur aðildarviðræðum við ESB tel mínu atkvæði best varið hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þess að stefna flokksins í málefnum atvinnulífsins er mikilvæg.“

  • Jóhannes

    Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum = atkvæði gegn ESB aðildarviðræðum

    Hverjir réðu á landsfundinum? Af hverju lýsti Styrmir Gunnarsson yfir fullnaðarsigri í baráttunni gegn ESB sinnum?

  • Mér hefur sýnst þú, Halldór, þokkalega skynsamur stjórnmálamaður.

    En eins og hefur komið fram hér að ofan: atkvæði greitt með Sjálfstæðisflokknum er atkvæði gegn aðildarviðræðum við ESB.

  • Þú skrifar af yfirvegun og rökstyður mál þitt sem er frábært. Ég er samt ósammála þér í að xS hafi enga sérstöðu hvað varðar ESB. Það er reginmunur á því að setja það á oddinn að sækja um aðild eða á þessu: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið að aðild að Evrópusambandinu þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar en jafnframt talið mikilvægt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja“.

  • Þú vilt greinilega ekki fara í ESB, það má benda þér á að krónan okkar var að falla um 0,7% í dag og hver veti hvar þetta endar, en margt þykir benda til þess að annað hrun sé í aðsigi. Þið Sjálfstæðismenn hatið Samfylkinguna svo mikið að þið getuið ekki hugsað ykkur að segja að Samfylkingin hafi rétt fyrir sér og að við verðum að fara í ESB. Frekar ætlið þið að láta þjóðinni blæða út í öðru hruni frekar en að viðurkenna að þið hafið rangt fyrir ykkur. Þú segir að Sjálfstæðismenn sem vilji fara í ESB ættu ekki að kjósa Samfylkinguna, athugaðau það að þetta er bráðasta og sennilega stærsta mál þjóðarinnar til þessa. Það í raun stendur allt og fellur með þessu. Ég skora á ykkur að kjósa þann flokk sem vill fara í aðildarviðræður og ekki láta pólitíska réttsýn rugla fyrir ykkur. Benidikt Jóhannsson og margir fleiri hafa sagt að þetta sé eina leiðin. heldur þú að hann hafi gert þetta til að hjálpa samfykingunni, nei hann gerði þetta í þeirri von um að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vakna af doðanum.

  • Sigurjón

    Bjarni Ben segir: Við tökum bara evruna án þess að ræða við ES. Gefum sktít í kallana í Brussel og semjum ekkert við þá.

    Þú ætlar að kjósa D af því að þú vilt viðræður um aðild að ES væntanlega eftir að búið er að stela af þeim gjaldmiðlinum, eign sem þeir í Brussel verja með kjafti og klóm. Gengur þetta upp?

  • Björn Ólafsson

    Þessi grein er full af mótsögnum, og þú ert eins og margur, vilt evru en bara á þínum forsendum. Skítt með alþjóðasamfélagið, Ísland rúlar, Bjarni Ben rúlar. Vaknið, við getum ekki búið við krónuna og fáum ekki evru án ESB, sem getur haft meira vit fyrir okkur en við sjálf.

  • Skítlegt eðli

    Það eru ein sterk rök fyrir því að leita skjóls innan EU, sem Samf. notar þó aldrei.
    Þau, að stór meirihluti ísl. stjórnmálaflokka hefur það skítlega eðli að þiggja mútur og fer á þingi og í eftirlitsstofnunum eftir vilja þeirra sem múturnar greiða.

  • Halldór afhverju er þessi stórkostlega hugmyndafræði Sjálfstæðismanna í skatta og tekjumálum ríkisins ? Ekki útfærð og notuð af þér hér á Ísafirði. Er þetta bara kanski bara kosningabull ? Það verðu spurt um kosningastyrki til þín frá kvótbröskurum og Hamraborg seinna.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur