Sunnudagur 03.05.2009 - 18:36 - 5 ummæli

Verðhjöðnun

,,Held það sé í lagi að það verði verðhjöðnun í einhvern tíma hérna á Íslandi“ sagði maður einn við mig í dag þegar við vorum að spjalla um þessa hrikalega erfiðu stöðu sem við erum í gagnvart lánum flestra ef ekki allra.

Hann átti við að í verðhjöðnun lækka verðtryggð lán og það væri góð tilbreyting frá því sem við höfum upplifað nánast alla tíð. Þ.e. hækkun verðtryggðra lána vegna verðbólgu. Að vísu komu nokkur ár með hófstilltri verðbólgu en við Íslendingar höfum oftar fengist við verðbólgudrauginn.

Í fljóti bragði gæti verðhjöðnun verið eftirsóknarverð fyrir skuldpínda þjóð. Hugsanlega gæti verðhjöðnun í örfáa mánuði verið ,,góðkynja“ en til lengri tíma litið er hún ávísun á minnkandi eftirspurn, lækkun eignaverðs og lækkun launa. Nóg er samt orðið nú þegar þó verðhjöðnun bættist ekki við aðra óáran.

Hagstæðasta staðan er því væntanlega sem allra lægst verðbólga en ekki verðstöðvun.

Svo eru erlendu skuldirnar auðvitað sérkapítuli en þar hefur fólk horft upp á húsnæðis- og bílalán, tekin í erlendum myntum, tvöfaldast. Gengisvísitalan hækkaði um rúm 80% frá 1. jan. 2008 til 31. des. sama ár. Það er vonandi að ný ríkisstjórn verði sem allra fyrst starfhæf og taki á gengismálunum. Því var lofað af öllum stjórnmálaflokkum – ekki rétt?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (5)

  • Heyri suma tala um verðhjöðnun. Stéttarfélagið mitt er búið að færa peningana sína á óverðtryggða reikninga út trú sinni á verðhjöðnun.

    En meðan að gengið heldur áfram að veikjast þá verður varla nein verðhjöðnun.

    Eða hvað?

  • Er hægtað borga lán sem hækkar um 80% . Ég vil nú meina að svarið sé nei. Þó svo að Gylfi Zoega vilji meina að fólki eigi að gera það með góðu eða illu.

    Ekki spurning lengur um viljan. Heldur getu.

  • Nýi Dexter

    Mitt lækkaði um 71000.- Zoega veit hvað hann syngur.

  • Ef fyrirtækin fara á hausinn vegna 5% fyrningarleiðar, þá eru þau dauðadæmt hvort eð er.
    Ef þau eru hinsvegar traust vegna kvótakerfisins sem við nú búum við (og þau vilja viðhalda), þá er líklegt að fyrningarleiðin styrki þau enn frekar. Hagkvæmustu einingarnar bjóða best, framboð á kvóta til smærri aðila eykst (verðið lækkar) og fjármagnið í greininni helst innan hennar en endar ekki í fjármálabraski á Cayman.

  • Djöfull ertu lélegur.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur