Þriðjudagur 12.05.2009 - 22:15 - 2 ummæli

Persónukjör

Ríkisstjórnin er með áætlanir um persónukjör í næstu sveitarstjórnarkosningum. Það fellur að stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem staðfest var á síðasta landsþingi sem haldið var 13. mars sl.

Á landsþinginu skilaði lýðræðishópur sambandsins af sér tillögum. Meðal þeirra var tillaga um aukið lýðræði í sveitarfélögum, þ.á.m. persónukjör.

Þessi tillaga fór svo inn í endurskoðaða stefnumörkun og aðgerðaráætlun stjórnar sambandsins 2009-2010:

,,Auka lýðræði í sveitarfélögum

Lýðræði – Persónukjör
Stjórn sambandsins láti taka saman yfirlit um kosti og galla mismunandi leiða til að efla lýðræði og stuðla að beinni aðkomu og þátttöku íbúa við stjórn og ákvarðanatöku á vettvangi sveitarstjórna.

Stefnt verði að því að yfirlitið leggi grunn að víðtæku samráði, tillögugerð og hugsanlegum lagabreytingum í tæka tíð fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2010.

Aðgerð:
Sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs og lýðræðishópurinn vinni að málinu og leggi niðurstöður sínar fyrir stjórn sambandsins í nóvember 2009.

Rannsóknarverkefni á íbúalýðræði í 22 sveitarfélögum sem unnið er að á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands getur nýst í þessu sambandi. Unnið er að því í samræmi við samstarfssamning um verkefnið sem sambandið er aðili að og er vonast til að niðurstöður hafi komið fram fyrir landsþing 2010.“

Þó þetta sé óútfært liggur fyrir vilji sveitarfélaganna til að láta reyna á persónukjör. Á okkar vettvangi hefur verið rætt um hvort gera eigi tilraun í nokkrum sveitarfélögum frekar en að byrja með þetta í öllum sveitarfélögum landsins á sama tíma. Ekki er verið að útiloka að breytt lög nái til allra sveitarfélaga en það er spurning með svona mikla breytingu hvort ekki eigi að gera tilraun fyrst hjá þeim sem gefa sig fram sem tilraunasveitarfélög.

Með þeim hætti stendur til að gera tilraun með rafrænar kosningar í sveitarstjórnarkosningum. Gefa tilraunasveitarfélögum kost á að prófa þetta áður en farið verður að framkvæma rafrænar kosningar alls staðar. Þó flestir séu tölvuvanir og tæknin sé áreiðanlega til staðar eru þetta flókin og um leið viðkvæm mál þegar hvert atkvæði skiptir máli og ekkert má verða til þess að upp komi kerfisgallar sem geti spillt kosningum eða a.m.k. ímynd þeirra.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (2)

  • Tekið undir hvert orð. Verður Ísafjörður rafrænt tilraunasveitarfélag?

  • lydur arnason

    Sæll, Halldór. Lausnin er að fullvinna vöruna hér á svæðinu og fljúga svo með dýrgripina beint á markað. Millilandaflug frá Þingeyri liggur beinast við, er miðsvæðis og þegar mörkuð flugbraut. Líka betra að skapa atvinnu með arðbærum framkvæmdum í stað óarðbærra eins og músikhúsi og spítala.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur