Laugardagur 09.01.2010 - 13:53 - 9 ummæli

Tilhlýðilega virðingu og skilning

Fyrirsögnin er úr nýlegum pistli mínum. Þar fjallaði ég um að við yrðum að komast upp úr skotgröfunum og hætta að meiða hvort annað. Umræðuhefðin á Íslandi er ekki nógu góð, það verður að segjast eins og er. Þetta er oft í Morfís stílnum. Láta andstæðinginn hafa það. Skipta um skoðun eftir því hvorum megin borðs maður situr.

Þessu þarf að breyta. Margir sem nú hafa verið kjörnir á Alþingi voru með yfirlýsingar í þá átt fyrir kosningar. Mér finnst margir þeirra ekki hafa fylgt eftir þeim yfirlýsingum. Ekki heldur um opin og gagnsæ vinnubrögð. Borgarahreyfingin, Hreyfingin eða hvað þessi flokkur heitir finnst mér vera dæmi um það.

Sumir leyfa ekki athugasemdir við bloggfærslur sínar. Það er val hvers og eins. Miðað við sumar athugasemdir, jafnvel hér á síðunni minni, skil ég það ósköp vel. Aðrir eru með þetta galopið og leyfa allar athugasemdir. Henda hugsanlega út því sem er persónulegt skítkast.

Þetta gengur alveg upp. Opið og lýðræðislegt.

En þeir sem halda úti bloggsíðum og leyfa bara jákvæðar athugasemdir eru að mínu mati á hálum ís ef taka á eitthvað mark á þeim. Viðkomandi ráða þessu auðvitað; en hvað er að marka athugasemdirnar ef bara þær jákvæðu eru birtar? Í raun er minna en ekki neitt að marka slíkar síður og þær eru í mínum huga ekki nothæfar fyrir opna og lýðræðislega umræðu.

En það er mín skoðun. Vona að einhverjir séu sammála mér.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (9)

  • Hér er ég innilega sammála. Merkilegt finnst mér að sumir af atkvæðamestu og pólitískustu bloggurunum leyfa ekki athugasemdir hjá sér en eru jafnframt eins og skítadreifarar í athugasemdum hjá öðrum.

  • Björgvin Þór

    Sammála þér með umræðustílinn íslenska og ruddana í athugasemdakerfunum. Það hlýtur að vera hægt að venja sig af þessum ósóma.

  • Ómar Harðarson

    Ég tek undir ýmislegt varðandi umræðuhefðir sem hér hafa þróast undanfarið. Ég er sjálfur ánægður með að fá að kommenta hjá öðrum, enda nenni ég ekki að halda úti bloggsíðu sjálfur. Það yrði skaði (og ekki bara persónulegur!) ef allir lokuðu fyrir athugasemdir. Þá væri kostir tölvutæknirnar ekki nýttir, þ.e. sjálfvirkt utanumhald um umræðuþræði með marga slíka í gangi í einu.

    Eins og er þá er umræðan á netinu þó að mestu án fundarstjórnar og fundarskapa. Nafnlausir og nafngreindir einstaklingar geta án átölu vaðið fram með persónulegar svívirðingar, reynt að breyta umræðuþráðum, og á allan hátt spillt umræðunni. Ég sé ekkert að því að meina tröllum af því tagi þátttöku, rétt eins og fundarstjóri á venjulegum (þ.e. ekki þingfundum!) fundi væri í fullum rétti að meina ölvuðum manni að taka til máls.

  • Ásgeir Gunnarsson

    já sammál / hvað eru hryðjuverkalög, hvernig virka þau ? er hægt að sækja hryðjuverkafólkið eftir hryðjuverkalögum, fólkið er sannanlega rústuðu heillri þjóð

  • Einar Jörundsson

    Ég er innilega sammála þér Halldór. Morfís-stíllinn og „handritaskiptin“ eru til óþurftar og koma engu til leiðar. Þetta er þverpólitístk vandamál og virðist engu breyta hvort málin eru lítil eða stór. Með örfáum skemmtilegum undantekningum virðist þingmenn og ráðherra skorta kjark til að tala af einlægni á opinberum vettvangi. Við þurfum meiri samræður og minni keppnisrökræður.

  • hvernig getum við trúað sjálfstæðismönnum?

    Þið ætluðuð hvort sem er að semja um Icesave.

  • Alma Jenný Guðmundsdóttir

    Halldór Halldórsson – Hvað með greiðsluskuldbindingu Geirs G. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í nóv.2008 ?

    Hvað með öll orð þessa fólks, fyrrum Seðlabankastjóra og stjóra FME um að enginn þyrfti að óttast – íslenski tryggingainnistæðisjóðurinn myndi greiða og ef það dygði ekki til, þá íslenska ríki !

    Hvað ætlið þið að gera við alla þá þingmenn ykkar sem studdu þetta í nóv. 2008
    Þurfa þeir þá að segja af sér ?

    Bið þig endilega um að svara þessari fyrirspurn minni –

  • Halldór Halldórsson

    Vegna fyrirspurnar þá er rétt að taka fram að ég er að tala um umræðuhefðina í þjóðfélaginu. Ég er líka að benda á að í hinni löngu umræðu um Icesave var ítrekað bent á að það væru ekki lagaleg rök fyrir því að við greiddum Icesave.

    Ekki geri ég lítið úr ábyrgðaryfirlýsingu frá nóv. 2008 en bendi á minnisblöð Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar sem kynnt voru um daginn.

    Þurfa þingmennirnir að segja af sér? Finnst þér það? Það er búið að kjósa einu sinni síðan. Eru ekki margir þeirra sem voru á þingi 2008 hættir?

  • lydurarnason

    Eitt skal ég segja þér, félagi Halldór, nefnilega að þeir sem hættu ákváðu það mestmegnis sjálfir og þeir sem flokkurinn nú skartar til forystu eru þar vegna eigin þráhyggju en ekki vegna óskhyggju hins almenna kjósenda. Ætli flokkurinn að gera sig gildandi í umræðunni verður garmurinn að leita á náðir Jónínu Ben. fyrst.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur