Þriðjudagur 26.01.2010 - 19:09 - 3 ummæli

Á ekki að fyrna uppsjávartegundir?

Ég hef af og til spurt fólk sem tengist fyrningarflokkunum hver útfærslan verði á fyrningarleiðinni. Þ.e. hvað tekur við þegar búið verður að fyrna aflaheimildirnar.

Flestir sem tilheyra fyrningarflokkunum segja reyndar við mig að þeir séu ekki ,,sérstakir áhugamenn um þessa fyrningu“ eins og margir orða það.

En jafnframt hafa sumir sagt að það þýði ekkert að fyrna uppsjávartegundirnar. Þetta verði fyrst og fremst að snúa að bolfiskinum.

Ég held nú reyndar að þetta hljóti að snúa að öllum tegundum. En þessar vangaveltur hljóta að segja manni að:

1. Fyrningarflokkarnir hafi ekki hugmynd um hvaða kerfi eigi að taka við þegar búið er að fyrna.
2. Það verður fróðlegt að sjá útfærsluna á fyrningu á uppsjávartegundum, t.d. makríl og öðrum tegundum sem ákveðnar útgerðir hafa lagt í kostnað við að veiða til að öðlast veiðireynslu og nýtingarrétt.

Það væri gott ef einhver af hálfu fyrningaflokkanna myndi tjá sig um þessi mál. Það heyrist ekki frá neinum af þeirra hálfu um þessi mál. Hvorki af hálfu sjávarútvegsráðherra og varla af hálfu formanns sjávarútvegsnefndar nema þegar þeir eru að bregðast við einhverju í fréttum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (3)

  • lydur arnason

    Sæll, Halldór. Sammála þér um að útfærsla firningarleiðar, eða öllu heldur endurúthlutun á firndum aflaheimildum sé mjög á reiki. Held að betra væri að kortleggja sjávarútvegsfyrirtæki m.t.t. rekstrargrundvallar, innkalla kvóta strax hjá þeim sem eru strand en leyfa hinum að veiða áfram sinn kvóta án firningar. Samfara stöðva framsal og leigu. Þá gætu útgerðir sem byggja vilja afkomu á veiðum haldið því áfram óáreittar en hinar sem stefna á afkomu í öðru lagt upp laupana.

  • Einar Ben

    Halldór minn, ef þetta er eina áhyggjuefnið þá verður það útfært nánar á alþingi. Væntanlega tiltölulega einfalt mál ef hallað er undir flatt.

    Hef strax þessa hugmynd:

    Tildæmis með því að segja sem svo: „Hvert skip sem vill eiga rétt aflahlutdeild í sóknarmarki á loðnu, síld, kolmunna og makríl, skal borga fast verð kr. xxx fyrir veiðileyfi án annarra takmarkana á hverju fiskveiðiári. Þ.e. örlítið startgjald og svo keppast allir við að veiða sóknarmarkskvótann sem áður.

    Þá eiga allir jafnan rétt eða hvað? Er það ekki það sem að er stefnt. Þeir sem eiga nú þegar skip hafa þá forskot. Meira forskot er ekki réttlætanlegt.

    mbk
    Einar

  • Halldór Halldórsson

    Ég efast ekki um að málið verður útfært nánar en mér finnst vont að ekki skuli vera rætt meira um einhvers konar útfærslu í tengslum við fyrningarleiðina.

    Það er gott að ræða hvað er framundan um leið og breytingin er boðuð. Mér finnst ríkistjórnarflokkarnir hafa alveg klikkað á því.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur