Fyrirsögnin er nokkurs konar samantekt á þeim viðræðum sem ég hef átt við nokkra ágæta Samfylkingarmenn í dag. Viðkomandi voru ansi reiðir forseta Íslands fyrir þá ákvörðun að skrifa ekki undir svokölluð Icesave lög. Ég leyfði mér að minna viðkomandi á fagnaðarlæti þeirra vegna þeirrar ákvörðunar sama forseta fyrir fimm árum þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin. […]