Sunnudagur 13.02.2011 - 22:47 - 12 ummæli

Ómerkilegt

Það er ómerkilegt af alþingismanninum Merði Árnasyni að saka sveitarstjórn Flóahrepps um mútuþægni. Það er ótrúlegt að hann skuli halda slíku fram þegar hann á að vita betur. Skipulagsmál eru málaflokkur þar sem ferlið er opið og íbúar bæði innan og utan sveitarfélags geta haft áhrif á niðurstöðuna.

Þegar sveitarfélag þarf að breyta skipulagi vegna einstakrar framkvæmdar sem í tilfelli sveitarfélaganna við Þjórsá er mjög stór framkvæmd þá er ekki óeðlilegt að sá sem óskar breytinga  á skipulaginu greiði slíkan kostnað. Þær breytingar eru svo auglýstar og það er aldrei vitað fyrirfram hvort niðurstaðan verður sú að breyta skipulaginu eða ekki. Lögformlegt ferli sem lýkur með staðfestingu umhverfisráðherra (sem tafðist töluvert í þessu tilfelli) er með aðkomu almennings og niðurstaðan getur orðið sú að auglýst breyting verði ekki samþykkt.

Að halda því fram að framkvæmdaaðili í þessu tilfelli hafi mútað sveitarfélaginu sýnir lítilsvirðingu alþingismanns gagnvart réttkjörnum fulltrúum í sveitarstjórn. Svo vonast alþingismenn eftir því að virðing fyrir hinu háa Alþingi aukist. Ekki var innlegg þingmannsins Marðar lóð á þá vogarskál.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (12)

  • Haraldur Guðbjartsson

    Hvað eru þá mútur ef þetta eru ekki mútur.

    2 Vegir með slitlagi sem koma virkjuni ekki við.

    Vatnsveitutankurinn

    Og Farsímasamband.

  • Sammála Haraldi hér að ofan.
    .
    LV ætlaði að greiða fyrir mun meira en svaraði til skipulagskostnaðar vegna virkjananna.
    Það þýðir ekkert að skauta fram hjá þessu atriði, Halldór. Það er soldið 2007.

  • Auðvitað eru þetta mútur. Ef þú ekki ´serð það að þá hefur þú ekkert að gera í opinberu embætti.

  • Gunni gamli

    Ég sé ekkert athugavert við að Landsvirkjun greiði fyrir skipulagvinnu sem er beint í þeirra þágu og sveitafélagið væri ekki að vinna annars.
    En vegagerðin, vatnsveitutankurinn og farsíminn er utan þess ramma og veður að flokkast sem „óeðlileg fyrirgreiðsla“ af grófustu gerð.
    Siðspilltir sveitastjórnarmenn sjá þetta að sjálfsögðu ekki sem mútur. En það er vegna þess að þeir eru siðspilltir en ekki vegna þess að séu verið áhöld um hvort þetta eigi að teljast „óeðlileg fyrirgreiðsla“.

  • Magnús Jón Aðalsteinsson

    Það er svosem ekki mikil ástæða til að endurtaka það sem hinir eru búnir að segja.

  • Grétar Thor Ólafsson

    Þetta múturmál er smjörklípa, gert til að beina sjónum manna frá því augljósa lögbroti sem fór þarna fram hjá Svandísi.
    DO hlýtur að dást að Merði þessa dagana.

  • Já, eh, Halldór. HAHAHAHAHA. Auli.

  • Halldór úr Hafnarfirði

    Njála hefur að geyma mannlýsingu sem á ekki betur við um nokkurn núlifandi mann en Mörð Árnason:

    „Hann var slægur maður í skaplyndi, en illgjarn í ráðum.“

    Ég held að það sé ekki tilviljun að orð þessi í Njálu lýsa nafna þingmannsins, Merði Valgarðssyni

  • Hvað segir Halldór Halldórsson um vegalagninguna, vatnsveituna og gsm sambandið!!!!!

  • Mörður kallaði það ekki mútur að Landsvirkjun greiddi útlagðan kostnað vegna skipulagsvinnunnar.
    Mörður kallaði það mútur að leggja vegi, búa til vatnsveitu og koma á GSM sambandi.
    Halldór, hvers vegna ferðu ekki rétt með ?

  • Jenný Anna Baldursdóttir

    Voðaleg viðkvæmni er þetta Halldór. Mörður kallar skóflu, skóflu og mútur, mútur.
    Einhver verður að tala skýrt.

  • Halldór Halldórsson

    Takk fyrir ummælin.

    Ekki er það nú af viðkvæmni sem ég skrifaði þetta þó ég eigi hana alveg til svo sem.

    Nei ég skrifaði þetta vegna þess að alþingismaður á Alþingi Íslendinga lagðist svo lágt, að mínu mati, að saka sveitarstjórnarfólk í Flóahreppi um að þiggja mútur.
    Þetta snýst ekkert um hvað okkur finnst um virkjun eða ekki virkjun í neðri Þjórsá. Þetta snýst um að alþingismaðurinn vændi sveitarstjórnarfólk um óheiðarleika, þ.e. að þau hefðu þegið mútur fyrir að breyta skipulagi. Breyting á skipulagi er opið ferli þar sem hægt er að koma athugasemdum á framfæri. Stundum hafa athugasemdir þau áhrif að skipulagi er breytt eða hætt við ákveðna þætti þess.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur