Þó frumvarp að sveitarstjórnarlögum sé unnið í nánu samráði ríkis og sveitarfélaga er það ekki óumdeilt. Breytingar hafa verið gerðar í meðförum Alþingis og þó samstarfið við samgöngunefnd þingsins sé ágætt koma inn nýjar áherslur frá þingmönnum, áherslur sem við á sveitarstjórnarstiginu erum ekkert alltaf sammála. Endanlega niðurstöðu löggjafarvaldsins verðum við auðvitað að sætta okkur við.
Dæmi um mál sem ekki er samstaða um meðal sveitarstjórnarmanna eru tillögur í frumvarpinu um fjölgun fulltrúa. Þetta hefur mest áhrif í Reykjavík eins og fram hefur komið. Í umræðum í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa komið fram efasemdir um þessa breytingu en við höfum þó ekki lagt fram breytingatillögu enda stjórnin ekki sammála varðandi þetta atriði.
Persónuleg afstaða mín er neikvæð gagnvart þessari breytingu. Ég tel að fjöldi fulltrúa eins og hann er skilgreindur í núgildandi sveitarstjórnarlögum sé nægjanlegur.
Rita ummæli
Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.