Umræðan tekur oft á sig skrýtna mynd í aðdraganda kosninga. Ég hef spurt mig þeirrar spurningar að undanförnu hvort stefnumálin komist ekki örugglega á framfæri. Tilefni þess var m.a. að Framsóknaflokkurinn ætlaði að leggja áherslu á úthverfin og flugvöllinn og myndi fá atkvæði út á það. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn með stefnuskrá þar sem öll málefni eru lögð fram, ekki bara einhver tvö, en það er skýr stefna um hverfin og flugvöllinn. Hér fyrir neðan má sjá það orðrétt upp úr stefnuskránni.
Við opnuðum skemmtilega heimasíðu http://xdreykjavik.is/ sem útskýrir í texta og myndum okkar helstu stefnumál.
Við erum með skýra stefnu í öllum málaflokkum. Ég sá að ritstjóri Fréttablaðsins hafði kynnt sér stefnuna því hann skrifaði leiðara um að Sjálfstæðisflokkurinn væri að bjóða upp á raunverulega valkosti þar sem kostir einkamarkaðarins væru nýttir meira en aðrir flokkar í framboði vilja gera. Okkar aðferðir ganga út á að bæta þjónustuna, fjölga valkostum og einfalda
Fjölbreytt hverfi og fjölskylduvæn borg
Við viljum hafa fjölbreytt hverfi, þar sem sérkenni hvers hverfis fær að njóta sín. Stuðla þarf að því að þjónusta þrífist í hverfunum og að íbúar hafi aðgengi að grænum svæðum sem við viljum vernda. Íbúar geti notið náttúru og útivistar, göngu- og hjólaleiða og dregið verði úr umferðarhraða inni í hverfum. Þannig sköpum við örugga, hreina, græna og góða fjölskylduborg.
Reykjavíkurflugvöllur
Flugvöllurinn er í Vatnsmýri og verður þar um fyrirsjáanlega framtíð. Nefnd um staðarval er að störfum og mun skila af sér á þessu ári. Við stöndum föst á því að innanlandsflug fari ekki til Keflavíkur. Við teljum að virkja beri íbúalýðræðið miklu meira í stórum málum og munum berjast fyrir því að borgarbúar komi að endanlegri ákvarðanatöku um flugvöllinn í íbúakosningum.
Rita ummæli
Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.