Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík höfum á undanförnum vikum kynnt fyrir borgarbúum okkar stefnumál. Þar er einkunnarorðið valfrelsi, ábyrgð í rekstri og minni álögur á borgarbúa. Við leggjum áherslu á útboð verkefna og aukið samstarf við sjálfstætt starfandi aðila í þjónustu við borgarbúa. Þannig náum við fram betri þjónustu fyrir minna fé. Í húsnæðismálum boðum […]
Þegar fæðingarorlofi lýkur lenda margir foreldrar í borginni í vandræðum vegna þess að barn þeirra kemst ekki inn á leikskóla nálægt því strax. Ef laust pláss er hjá dagforeldri er það mun dýrara en leikskólapláss vegna þess að borgin niðurgreiðir leikskólapláss miklu meira en hjá dagforeldrum. Sjálfstæðisflokkurinn boðar þjónustutryggingu fyrir barnafjölskyldurnar. Hana geta foreldrar nýtt […]
Það er hægt að tala sig hásan um góða rekstrarniðurstöðu borgarsjóðs á árinu 2013 og sleppa því að tala um hverju reksturinn skilar í peningum. Það er nefnilega minna árið 2013 en árið 2012. Þetta er sérstaklega nefnt í endurskoðunarskýrslu borgarinnar en er ekki talað um þegar ársreikningnum er hampað af meirihluta Samfylkingar og Besta […]
Það gerðist í borgarráði í dag að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar greiddi atkvæði gegn eigin tillögu sem þau höfðu sjálf samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði. Tillagan sem þau höfðu samþykkt með mótatkvæðum Sjálfstæðisflokksins var skipulags- og matslýsing fyrir hverfi borgarinnar. Þar mátti sjá hugmyndir um þéttingu inn á grónum lóðum. Íbúum var brugðið og mótmæltu […]