Það er hægt að tala sig hásan um góða rekstrarniðurstöðu borgarsjóðs á árinu 2013 og sleppa því að tala um hverju reksturinn skilar í peningum. Það er nefnilega minna árið 2013 en árið 2012. Þetta er sérstaklega nefnt í endurskoðunarskýrslu borgarinnar en er ekki talað um þegar ársreikningnum er hampað af meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins.
Þegar ársreikningur er lesinn þarf að átta sig á því hverju reksturinn skilar. Hagnaður eða tap skv. rekstrarreikningi er ekki endanlegur dómur um það vegna þess að þar eru svo margar svokallaðar reiknaðar stærðir. Dæmi um það eru afskriftir, áætlaðar lífeyrisskuldbindingar o.fl. Þegar allir þeir liðir eru teknir frá sést veltufé frá rekstri. Á myndinni hér að neðan má sjá þetta í einföldu og aðgengilegu formi.
Það er nefnilega ekki allt sem sýnist í þessum efnum.
Rita ummæli
Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.