Að undanförnu hefur verið umræða um að reglur Reykjavíkurborgar koma í veg fyrir að grunnskólabörn megi fá reiðhjólahjálma að gjöf og að kynning á tannhirðu frá Tannlæknafélagi Íslands sé ekki heimil.
Af þessu tilefni lögðum við borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi tillögu fram í borgarráði 22. janúar sl. Tillögunni var frestað en mun vonandi fá eðlilega málsmeðferð af hálfu meirihlutans. Það er mikilvægt að endurskoða þessar undarlegu reglur.
Tilagan:
,,Reglur um kynningar í skólum þarf að endurskoða með tilliti til þeirrar reynslu sem safnast hefur frá því þær voru settar haustið 2013. Reglurnar hafa reynst of þröngar og hafa komið í veg fyrir að kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum fái að fara fram innan veggja skólanna. Það á t.d. við um hjólahjálma sem gefnir hafa verð um árabil en hefur nú verið hafnað og kynningar á tannhirðu af hálfu Tannlæknafélags Íslands vegna þess að félagið gefur tannkrem og tannbursta í fræðsluskyni. Lagt er til að reglur þessar verði endurskoðaðar og túlkun þeirra rýmkuð þar til endurskoðun er lokið og nýjar reglur hafa verið birtar.“
Rita ummæli
Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.