Nú segjast vinstri flokkarnir sem eru í framboði til Alþingis geta leyst húsnæðismálin. En sagan segir okkur að þessir sömu flokkar hafa aukið á vandann í húsnæðismálum.
Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í síðustu viku (5. og 6. október sl.) var fjöldi áhugaverðra fyrirlestra. Einn þeirra var af hálfu Unu Jónsdóttur hagfræðings hjá Íbúðalánasjóði. Það kom fram að hlutfall íbúa á leigumarkaði hefur farið hækkandi eða um 5% frá árinu 2006. Hins vegar var mjög áhugavert að skv. viðhorfskönnun Íbúðalánasjóðs hefur afstaða fólks gjörbreyst […]
Vonandi verður góð kosningaþátttaka 28. október nk. Ég óttast samt að það sé ákveðin kosningaþreyta í fólki og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Auðvitað áttu fæstir von á því að kosið yrði núna, ekki ári eftir að loksins tókst að mynda ríkisstjórn í þessu landi. Og það endaði sem ríkisstjórn þriggja flokka […]