Þriðjudagur 03.10.2017 - 18:24 - Rita ummæli

Munu kosningarnar snúast um málefni?

Vonandi verður góð kosningaþátttaka 28. október nk. Ég óttast samt að það sé ákveðin kosningaþreyta í fólki og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Auðvitað áttu fæstir von á því að kosið yrði núna, ekki ári eftir að loksins tókst að mynda ríkisstjórn í þessu landi. Og það endaði sem ríkisstjórn þriggja flokka eftir endalausar þreifingar þar sem margir þessara smærri flokka þorðu varla að mynda ríkisstjórn. Svo kom í ljós að Björt framtíð þorði ekki að vera í ríkisstjórn og Viðreisn fylgdi í kjölfarið.

Vonandi munu þessar kosningar snúast um málefni. Mér sýnist samt að hjá ansi mörgum snúist þetta um að reyna að klína einhverjum leiðindum á Sjálfstæðisflokkinn. Og þótt 25-30% segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í könnunum er umræða um að nú verði að halda flokknum utan ríkisstjórnar. Það er ólýðræðislegt og líka skaðlegt því það þarf flokk sem getur og þorir að vera í ríkisstjórn og fást við erfið mál.

Vonandi fær Sjálfstæðisflokkurinn góða kosningu í öllum kjördæmum. Þá er ólíklegra að við fáum stjórnarkreppu hér í marga mánuði.

Vonandi komast sveitarstjórnarkosningar sem fyrst á dagskrá. Þar er kosið á fjögurra ára fresti og ef meirihlutasamstarf rofnar er ekki kosið aftur heldur verða flokkarnir að mynda nýjan meirihluta. Kannski við ættum að taka slíkt fyrirkomulag upp varðandi Alþingi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur