Miðvikudagur 11.10.2017 - 14:39 - Rita ummæli

Fólk vill eiga sína fasteign

Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í síðustu viku (5. og 6. október sl.) var fjöldi áhugaverðra fyrirlestra. Einn þeirra var af hálfu Unu Jónsdóttur hagfræðings hjá Íbúðalánasjóði.

Það kom fram að hlutfall íbúa á leigumarkaði hefur farið hækkandi eða um 5% frá árinu 2006. Hins vegar var mjög áhugavert að skv. viðhorfskönnun Íbúðalánasjóðs hefur afstaða fólks gjörbreyst gagnvart leigumarkaði frá árinu 2011. Sjá má þetta á myndunum hér að neðan sem eru úr glærum Unu Jónsdóttur. Þarna má sjá að árið 2011 töldu 31% öruggt/líklegt að þau myndu leigja sér húsnæði. En árið 2017 er þetta hlutfall komið niður í 18,5%.

Annað áhugavert má lesa af seinni myndinni. Þar er spurt af hverju fólk hyggist vera á leigumarkaði. Árið 2017 eru bara tvær ástæður nefndar. Sú fyrri er fólk hafi ekki efni á því að kaup og síð síðari að það komist ekki í gegnum greiðslumat.

Þetta var allt öðruvísi árin 2011 og 2013. Þá nefndi fólk óvissu á húsnæðismarkaði/ í þjóðfélaginu (það var vinstri stjórn) og það nefndi að óhagkvæmt væri að kaupa, ódýrara að leigja, minni skuldbinding að leigja og fé hefði tapast í núverandi/fyrra húsnæði.

Smellið á myndina og ör til baka til að fara í textann aftur.

Smellið á myndina og ör til baka til að fara í textann aftur.

Þetta staðfestir mikilvægi þess að enn frekari áhersla verði lögð á séreignastefnuna. Fólk vill eiga sitt húsnæði sjálft. Síðustu breytingar á húsnæðislöggjöfinni bæta aðstöðu þeirra sem vilja vera á leigumarkaði. En það er markaðsbrestur út um allt land og á höfuðborgarsvæðinu vantar lóðir og betri aðferðir fyrir fyrstu kaupendur sérstaklega til að geta keypt sitt eigið húsnæði.

Það er næsta verkefni stjórnvalda. Þar þarf Sjálfstæðisflokkurinn að vera í stjórn svo eitthvað verði gert af viti í þessum málum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur