Miðvikudagur 15.12.2010 - 19:43 - 1 ummæli

ÍLS hagnast um 15 milljarða

Íbúðalánasjóður  hefur hagnast um 10 til 15 milljarða á því að hafa fjárfest tugmilljarða uppgreiðslur lána 2004 og 2005 í þegar lánuðum fasteignalánasöfnum Landsbankans og sparisjóðanna í stað þess að leggja féð inn í Seðlabankann eins og sumir snillingar í stjórnmálastétt töldu rétt að gera á sínum tíma.

Þessari staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í sérkennilegri umræðu um Íbúðalánasjóð að undanförnu.  Þvert á móti hafa sumir gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að hafa beitt þessari vel heppnuðu fjárstýringu á tímabilinu desember 2004 og fyrstu mánuði ársins 2005  og þannig bjargað sjóðnum frá gjaldþroti í kjölfar áhlaups Kaupþings og annarra banka á sjóðinn.

Þannig finnast enn „sérfræðingar“ sem halda því fram að Íbúðalánasjóður hefði átt að leggja þessa peninga inn í Seðlabankann.

Það er reyndar undarlegt að sumir þessara „sérfræðinga“ skulu vera hagfræðimenntaðir, jafnvel háskólakennarar og alþingismenn!

Þessir sömu aðiljar reyna að blekkja alþjóð – annað hvort vísvitandi eða vegna vanþekkingar – með því að gefa í skyn að peningar sem lagðir séu inn í Seðlabankann sitji þar fastir þegar hið rétt er að fjármagnið fer strax út á millibankamarkað þar sem bankakerfið getur tekið það að láni.

Þannig skipti það engu máli efnahagslega á sínum tíma hvort peningarnir hefðu verið lagðir inn í Seðlabankann og þeir færðir þaðan inn í bankakerfið eða hvort peningarnir fóru beint inn í bankakerfið með kaupum Íbúðalánasjóðs á þegar lánuðum, verðtryggðum, fasteignatryggðum langtímalánum bankanna. Hins vegar hefði það kostað Íbúðalánasjóð 10 til 15 milljarða tap að leggja fjármunina inn í Seðlabankann.

Mér þykir hlutunum snúið á hvolf þegar gagnrýna á Íbúðalánasjóð fyrir góða fjárstýringu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Gaman að sjá málefnalega umræðu um ÍLS sem greinilega er skrifuð af þekkingu á málinu. Flottur pistill og þörf ádrrepa.

    Ef umræðan um lífeyrissjóðina væri skrifuð af sömu þekkingu af þeim sem um fjalla í stað upphrópana og sleggjudóma væri jafnvel hægt að lesa hana.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur