Fimmtudagur 16.12.2010 - 18:42 - Rita ummæli

Munið Herópið fyrir jólin!

Hjálpræðisherinn er einn þeirra samtaka sem vinnur mikið og óeigingjarnt starf fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Það eru margir sem leita til Hersins um jól og borða þar jólamáltíðina.

Þá rekur Hjálpræðisherinn dagsetur fyrir útigangsfólk út á Granda sem hefur skipt sköpum í lífsgæðum útigangsfólks í Reykjavík.

Þetta kostar allt peninga þótt mest af starfinu sé unnið í sjálfboðavinnu.

Blaðið Herópið er ein fjáröflun Hjálpræðishersins.

Munum að kaupa Jólaherópið!

Það verður væntanlega til sölu í miðbænum og í verslunarmiðstöðvunum næstu daga og fram að jólum  – þegar við þeytumst um og undirbúum  jólahátíðarnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur