Ríkisstjórnin ætlar ráðast í uppbyggingu á „félagslegu“ húsnæði og hyggst lækka fjármögnunarkostnað slíks húsnæðis með því að lífeyrissjóðirnir kaupi íbúðabréf af Íbúðalánasjóði á lægri ávöxtunarkröfu en áður. Til þess að það sé unnt verður ríkisstjórnin að breyta lögum sem kveða á um 3,5% raunávöxtun lífeyrissjóðanna því annars lækka vextir af „félagslegum“ íbúðalánum Íbúðalánasjóðs nánast […]
Byggingarkostnaður lækkar ekki þótt húsnæði sé kallað „félagslegt“. Rekstrarkostnaður lækkar ekki þótt húsnæði sé kallað „félagslegt“. Húsnæðiskostnaðurinn hverfur ekki. Hann þarf að greiða. Ef íbúar í „félagslegu“ húsnæði greiða ekki allan kostnaðinn þá verða einhverjir aðrir að gera það. „Félagslegt“ húsnæði á Íslandi var fjármagnað gegnum Byggingarsjóð verkamanna til ársins 1998. Sá ágæti […]
Ég gleymi aldrei þegar Grana löggu var sagt upp í Spaugstofunni og sendur heim á nærbrókinni einni saman vegna fjárskorts lögreglunnar. Það var fyrir hrun – í mars 2008. Þetta gráa gaman var á þeim tíma háalvarleg vísbending um það ófremdarástand sem þá var að skapast hjá íslensku lögreglunni vegna fjárskorts. Síðan þá hefur […]
Jón Gnarr er að svíkja helsta kosningaloforðið sitt. Það að svíkja kosningaloforðin sín. Reyndar virðist hann ætla að svíkja öll önnur kosningaloforð sín en þetta. En með því að standa við þetta kosningaloforð eins og hann virðist gera, þá er hann einmitt að svíkja þetta kosningaloforð. Með því að standa við það. Þannig að Jón […]
Í dag er 1.desember. Fullveldisdagurinn. Mér þótti við við hæfi að endurheimta pólitískt fullveldi mitt á þeim degi. Eftir aldarfjórðung í Framsóknarflokknum. Meira en helming ævi minnar. Stundum virkur. Stundum ekki. Ekki það að ég hafi ekki alla tíð fylgt hugsjónum mínum og pólitískum skoðunum mínum af festu. Hef alla tíð sagt það sem mér […]