Færslur fyrir desember, 2010

Sunnudagur 12.12 2010 - 17:02

Handvömm rannsóknarnefndar Alþingis

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vegna Hrunsins er eitt allra merkasta plagg síðari tíma Íslandssögunnar. Rannsóknarnefndin vann ótrúlega gott og yfirgripsmikið starf.  Hins vegar er sá ljóður á annars merkri skýrslu sú handvömm rannsóknarnefndarinn að rannsaka ekki sjálfstætt Íbúðalánasjóð og aðgerðir sjóðsins á árunum 2003 – 2008.   Rannsóknarnefndinn féll í þá gryfju að taka upp gagnrýnilaust upplifun […]

Laugardagur 11.12 2010 - 20:02

Rannsökum illa gjaldþrota Seðlabanka!

Ef menn vilja fá fram sannleikann í orsökum hruns efnahagslífsins á Íslandi þá er nauðsynlegt að gera ásamt öðru óháða úttekt á starfsemi Seðlabankans sem varð tæknilega gjaldþrota sem nemur um 270 milljörðum króna í kjölfar hrunsins. Já, í kjölfar hruns sem Seðlabankinn á miklu meiri sök á enn almenningur gerir sér grein fyrir. Það […]

Föstudagur 10.12 2010 - 20:32

Fyrirgefum Steingrími J. og Jóhönnu mistök þeirra í IceSave!

Nú þegar hörð andstaða við nauðungarsamninga um IceSave hefur skilað íslensku þjóðinni hundruð milljarða sparnað og endurheimt stöðu Íslands sem ríki er gengur til viðræðna við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli, þá er hart veist að Steingrími J. og Jóhönnu fyrir þeirra mistök í IceSave málinu.   Mér finnst reyndar sumir ganga of hart að þeim […]

Föstudagur 10.12 2010 - 10:42

Opið bréf til Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur Alþingismanns

Kæra Sigríður Ingibjörg.   Ég var afar hissa á ýmsu sem fram kom í grein þinni í Fréttablaðinu í dag.   Ekki það að ég geri athugasemdir við þínar pólitísku og persónulegu skoðanir. En í ljósi þeirra upplýsinga sem þú hefur undir höndum þá hefði ég talið að þú, Alþingismaðurinn og hagfræðingurinn, sæjir sóma þinn […]

Fimmtudagur 09.12 2010 - 17:19

Stórmenni undir dulnefni

Einn fylgifiskur hins dýrmæta málfrelsis okkar sem hefur náð nýjum víddum með tilkomu bloggsins og athugasemdakerfa þeim tengdum eru stórmenni sem tjá sig hægri vinstri í athugasemdadálkum bloggheima. Stundum er um að ræða málefnalegar athugasemdir og umræður nafnleysingjanna, en oftar standa þessi nafnlausu stórmenni fyrir órökstuddum dylgjum, skítkasti og rógi. Sumir bloggarar hafa kosið að […]

Miðvikudagur 08.12 2010 - 16:39

Af hverju stóð ÍLS af sér hrunið?

Það er rannsóknarefni að Íbúðalánasjóður hafi staðið af sér hrunið á meðan allir stóru bankarnir urðu gjaldþrota sem og flest fjármálafyrirtækin og meira að segja Seðlabankinn sem varð tæknilega gjaldþrota! Enda er áhugi hjá Alþingismönnum að gera óháða úttekt á Íbúðalánasjóði og rekstri hans. Reyndar gerði Ríkisendurskoðun stjórnsýsluathugun á Íbúðalánasjóði árið 2006 þar sem sjónum […]

Þriðjudagur 07.12 2010 - 21:31

15 milljarðar í ÍLS „af því bara“!

Það hafa enn ekki komið fram haldbær rök fyrir því af hverju ríkisstjórnin vill leggja Íbúðalánasjóði til 15 milljarða af þeim 33 milljörðum sem fjárlaganefnd hefur samykkt að renni til sjóðsins.   Rökin fyrir 18 milljörðum af 33 milljörðunum eru sú að það sé kostnaður við að færa niður lán í 110% af fasteignamati íbúða. […]

Þriðjudagur 07.12 2010 - 08:44

Gæðastund í morgunsárið

Ég var frekar argur þegar borgarstjórn Reykjavíkur ákvað í sparnaðarskyni að hætta með aukakennslustundir í grunnskólum borgarinnar í fyrra og stjórnendur Breiðagerðisskóla brugðust við með því að seinka upphafi skólastarfsins á morgnanna. Í stað þess að hefja skólastarfið klukkan 8:10 þá hefst það nú kl. 8:35. En nú er ég afar ánægður. Því þessi seinkunn […]

Mánudagur 06.12 2010 - 09:18

Sóknarfæri í ríkisstjórnartillögum

Það er sóknarfæri í því samkomulagi sem ríkisstjórnin og aðiljar í fjármálakerfinu gerðu fyrir helgi um aðgerðir vegna greiðsluvanda heimilanna þótt það sé óþægilega mikið til í því hjá leiðarahöfundi Moggans í morgun þegar hann segir: „“Aðgerðir“ ríkisstjórnarinnar voru ekki í umbúðum, þær fólust í umbúðum um ekki neitt…“.   Það er rétt sem Mogginn […]

Sunnudagur 05.12 2010 - 13:18

Afsökun Jóhönnu Sig. og Framsóknar

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar bað þjóðina afsökunar á hlut Samfylkingarinnar í hruninu og þeim mistökum sem flokkurinn gerði í ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.   Jóhanna er maður af meiru að viðurkenna mistökin sem urðu þjóðinni dýrkeypt og biðjast afsökunar.   Með þessu er Jóhanna að feta í fótspor formanna Framsóknarflokksins sem einnig hafa beðist afsökunar vegna […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur