Fréttablaðið fór mikinn í garð þekkts athafnamanns í „fréttaskýringu“ sinni í gær þar sem blaðið réðst af miklu offorsi á fyrrum forstjóra byggingarfyrirtækis sem hafði verið stórtækur í viðskiptum með byggingarfélög og lóðir. Það sem vekur athygli er að í mergjaðri frásögn Fréttablaðsins er hinum eiginlegu skúrkum í málinu nánast sleppt.
Stóra spurningin er hvort ástæðan sé sú að Fréttablaðið telji sig þurf að vernda hina eiginlegu skúrka eða hvort greinilega er um að ræða léleg fréttamennsku.
Reyndar virðist Fréttablaðið hreinlega vinna öllum árum að því að beina athyglinni frá bankastjóra og stjórnendum fjámálafyrirtækisins VBS, seljendum byggingafyrirtækja sem seldu fyrirtæki sín á ótrúlegu háu verði með fjármögnun VBS sem þáði hundraðatugi milljóna í þóknunum og eigendum lóða sem seldu lóðir á fáránlega háar fjárhæðir með fjármögnum VBS.
Áhersla Fréttablaðsins og annarra fjölmiðla sem átu upp umfjöllun umfjöllun Fréttablaðsins var fyrst og fremst um að athafnamaðurinn sem hefði fengið keypti byggingarfyrirtækin og lóðirnar á uppsprengdu með tilstuðla VBS hafi fyrir 15 árum verið dæmdur í sakamáli. Það var stóra málið – ekki skúrkarnir í VBS sem dældu fé í kaupin á byggingarfyrirtækjum og lóðum á ofurverði.
Það virðist nefnilega vera svo að athafnamaðurinn hafi ekki setið uppi með hagnað af viðskiptum sínum heldur fyrrum eigendur byggingafélaga sem athafnamaðurinn hafði keypt af fyrrum eigendum á yfirverði og eigendur lóða sem seldu lóðir sínar fyrir himinháar fjárhæðir. Allt fyrir tilstuðlan VBS.
Ef Fréttablaðið hefði unnið vinnuna sína á eðlilegan hátt þá hefði blaðið nafngreint ekki einungis athafnamanninn heldur einnig stjórnendur VBS.
Ef Fréttablaðið hefði unnið vinnuna sína á eðlilegan hátt þá hefði blaðið rannsakað hvort tengsl væru á milli stjórnenda VBS og fyrrum eigenda byggingafélaga sem högnuðust um hundruð milljóna eða milljarða króna á sölu til athafnamannsins sem fjármagnaði kaupin með lánum frá VBS. Athafnamaðurinn virðist ekki hagnast.
Ef Fréttablaðið hefði unnið vinnuna sína á eðlilegan hátt þá hefði blaðið rannsakað hvort tengsl væru á milli þeirra stjórnenda VBS og seljanda fyrrum eigenda lóða sem högnuðust um hundruð milljónir króna með sölu til athafnamannsins sem fjármagnaði kaupin með lánum frá VBS. Athafnamaðurinn virðist ekki hagnast.
Ef Fréttablaðið hefði unnið vinnuna sína á eðlilegan hátt þá hefði blaðið rannsakað hvort tengsl væru á milli fjármálaráðherra og stjórnenda VBS því fjármálaráðherra lánaði VBS milljarða af fjármunum almennings þrátt fyrir vonlausa fjárhagagsstöðu fyrirtækisins sem hafði lánað milljarða króna í fjárfestingar sem flestir aðrir en athafnamaðurinn auðguðust á fyrir tilstuðlan VBS.
Fréttablaðið minnist ekki einu orði á málið í blaðinu í dag.
Fréttablaðið vildi greinilega einungis nafngreina einn mann og draga hann fram sem sökudólk í máli sem snertir miklu fleiri sem ekki eru nafngreindir og Fréttablaðið vill greinilega ekki beina sjónum sínum að.
Skúrkunum er sleppt hjá Fréttablaðinu.
Hverju veldur?
það verður að matreiða fréttirnar eins og góða sögu. ef við förum að rugga bátnum og kalla hlutina réttum nöfnum þá skilur púpullinn það ekki.
fréttablaðinu og fleirum er það mikið hagsmunamál að kenna kaupþing við bankaviðskipti, eimskip við flutninga, fl við ferðabransa etc. þá er hægt að útskýra hluti sem lélegar viðskiptaákvarðanir, en ekki sem rán um hábjartan dag sem þetta var allt saman.
engilbert er gamaldags krimmi (eða var), reyndar með fínar tengingar, en það hentar vel að setja hans nafn þarna inn því það sáir efasemdum um að vbs hafi í raun verið banki. þegar efasemdirnar eru orðnar nógu margar þá getum við flækt málið og komið í veg fyrir að það sé hægt að ræða um það og síðan dettur það niður dautt.
Engilbert er örugglega enginn engill – en það fer hrikalega í taugarnar á mér að lið sem mokaði peningum út úr fjármálakerfinu til einkavina – sleppi endalaust.
Mér virðist að það hafi flestir aðrir hagnast á þessum lánveitingum VBS aðrir en Engilbert – þótt hann hafi örugglega haft himinháar tekjur sem forstjóri – án þess að ég hafi hugmynd um það. Veit að hann hafði hagnast vel á framkvæmdum á Akranesi – og lagði þá fjármuni í púkkið á móti lánveitingum VBS þegar hin byggingarfélögin voru keypt á himinháu verði.
Mér finnst rannsóknarefni af hverju VBS var að leggja til slíka fjármuni sem runnu til fyrri eigenda byggingafélaganna – og til lóðarreigenda!
Það þarf að rannsaka – ekki síður en hlut Engilberts.
Mér finnst það hrópandi að Fréttablaðið skuli ekki hafa gert það – heldur dotti í DV stílinn í umfjölluninni. Mér finnst umgjörðin ekki í anda Óla Stephensen!
Voru ekki úlfarnir þarna á ferð?