Miðvikudagur 12.01.2011 - 21:57 - 3 ummæli

Almannaeign og tímabundin afnot

Eign er eitt. Tímabundin afnot er annað. Auðlindirnar á Suðurnesjum eru í almannaeigu og ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram.  Orkufyrirtæki í einkaeigu hefur leigt afnotaréttinn tímabundið. Leiðinlega langtímabundið – en tímabundið þó.

Hópur Íslendinga hefur skrifað undir áskorun um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands.

Það þurfti ekki slíka áskorun til. Þjóðin virðist nánast öll vera sammála um að orkuauðlindir landsins skuli vera í þjóðareigu. Það er nánast öruggt að stjórnlagaþing muni gera tillögu um ákvæði í stjórnaskrá sem tryggi að orkuauðlindirnar skuli vera í þjóðareign.  Um slíka tillögu þarf þjóðaratkvæðagreiðslu.

Krafa um þjóðnýtingu tímabundins afnotaréttar orkuauðlindanna er hins vegar allt annað.  Við því þurfa stjórnvöld að bregðast strax. Taka ákvörðun um hvort ganga skuli til þjóðnýtingar með tugmilljarða kostnaði fyrir þjóðarbúið eða ekki. Slík þjóðnýting hefur hins vegar ekkert með eignarhald á orkuauðlindum að gera. Því eign er eitt. Tímabundinn afnotaréttur annað.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Þetta er nú ekki alveg svona svart hvítt…………Tímabundinn nýtingarréttur á þorski með ótakmarkaða sókn er sala á auðlind. Auðlind sem má ekki nýta er varla auðlind……….Ef auðlindir verða í þjóðareigu þá kemur upp spurningin með bóndann og vatnið…………Vandamál dagsins eru kjarklausir stjórnmálamenn sem eru að bíða eftir lausnum sem eru ekki til. Einsog fullkominni Auðlindastefnu þar sem ekki þarf að taka ákvarðanir eða leigureglum á auðlindum þar sem ekki þarf að vega og meta og taka ákvarðanir um nýtingarmagn og lengd

  • Hallur,
    Vinsamlega kynntu þér greiningu Agnars á „tugmilljarða kostnaði“ við að taka yfir Magma samninginn.

    http://bloggheimar.is/ak72/2011/01/12/kostna%C3%B0urinn-vi%C3%B0-%C3%BEjo%C3%B0nytingu-magma/

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Álver eða dauði!

    Fokkins hræðsluáróður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur