Tónlistarmennirnir og borgarfulltrúar Bezta flokksins þeir Einar Örn Benediktsson, Óttar Proppé og Karl Sigurðsson ásamt Jóni Gnarr stórsöngvara hafa heldur betur misst taktinn. Þessi súpergrúbba sópaði að sér atkvæðum tónlistarfólks í borgarstjórnarkosningunum.
Nú baula reykvískir tónlistarmenn á Bezta flokkinn eins og beljur á Bítlana.
Þá fær hljómborðsleikarinn Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar litlar undirtektir hjá tónlistarfólki.
Stjörnuhrap sem þetta hefur að líkindum aldrei orðið á vinsældarlistum tónlistarmanna fram að þessu.
Það fjarar ört undan Besta flokknum.
Hæfileikarnir reyndust litlir sem engir þegar allt kom til alls.
Ég myndi skrifa grúppa en ekki grúbba.
þetta er til stakrar fyrirmyndar. besti flokkurinn var kosinn til að laga til eftir áratuga spillingu og handvömm. þarna er kominn saman fínn hópur sem þarf að taka að sér að laga til, og held ég að engum hafi dottið í hug að þau yrðu kosin aftur.
heldur einhver að fjórflokkurinn hefði getað þetta einn og óstuddur.
Ef satt reynist hefur Reykjavíkurborg verið að niðurgreiða tónlistarnám fullorðins fólks. Er ekki allt í lagi að fullorðið fólk sem vill fara í tónlistarnám greiði fyrir það eins og annað fólk borgar fyrir sitt nám. Er eitthvað eðlilegt við það að allir borgarbúar greiði fyrir það. Það má hvergi skera niður, það má ekki einu sinni skoða heildrænt hvað er verið að skera niður, bara vælt og grenjað.
Góður punktur Sigrún með fullorðna fólkið og niðurgreiðslur.
Er þetta staðreynd málsins?
Er þetta staðreynd málsins? Já. Reykvískir útsvarsgreiðendur niðurgreiða tónlistarnám fullorðins fólks allsstaðar af landinu meðan allt háskólanám er á framfæri ríkisins eða allra skattgreiðenda. Enn hafa Reykvíkingar ekki verið spurðir hvort þeir vilja það.
samfylkingin er stórhættuleg
og það jafnvel hinu besta fólki.
hallar að degi hjá grúppunni
og gerast þá reimleikar miklir.
Takk STEFÁN.
Mér finnst þetta gjörbreyta málinu.
Hvers vegna er ekki meira fjallað um þessar niðurgreiðslur í tonlistarnámi fullorðinna í Reykjavæik?
Þetta er fáránlegt og ósanngjarnt fyrirkomulag.
Það er ýmislegt niðurgreitt af borginni sem fullorðnir nýta sér.
1) Það er niðurgreitt að fara í sund
2) Það er niðurgreitt að fara á skíði
3) Það er niðurgreitt að fara í golf (golfklúbbarnir fá styrki og ókeypis landrými)
Af hverju er eitthvað verra að tónlistarnám sé niðurgreitt? Ég er reyndar bullandi hlutdrægur þar sem ég er 31 árs tónlistarnemi en ég skil ekki af hverju það er verra að tónlistarnámið mitt sé niðurgreitt heldur en margt annað sem fólk gerir.
Helgi.
Að sjálfsögðu á ekkert af þessu að vera niðurgreitt af skattfé almennings.
Af hverju heldur þú að við séum skattpínd í drep.?
Jú fólk skilur ekki að peningarnir fyrir öllu þessu bulli eru sóttir beint í vasa þess.
Það er eins og fólk haldi að peningar hins opinbera komi af himnum ofan.
Gunni gamli
Ég ekkert af þessu að vera niðurgreitt? Ef svo væri þá væri kannski ein sundlaug í borginni, einn golfklúbbur og einn einka-tónlistarskóli og aðeins efnameira fólk hefði efni á þessu. Það er hluti af velferðarkerfinu að allir geti ræktað líkama og sál án þess að vera milljónerar.
Fullorðið fólk og niðurgreiðslur. Maður bara svitnar og skelfur við tilhugsunina. Eða þannig. Eru Sigrún og fleiri að leggja til að Háskóli Íslands verði tekinn af fjárlögum? Eða kannski bara Listaháskólinn? Það vakna spurningar við lestur ummælanna hér.