Miðvikudagur 16.02.2011 - 21:12 - 3 ummæli

Frjálslyndir evrópskir Framsóknarmenn

Frjálslyndir Framsóknarmenn í Evrópu hafa með sér afar sterk og áhrifarík samtök. Samtökin nefnast ELDR sem er skammstöfun fyrir European Liberal Democrats.  Í samtökunum eru fjölmargir frjálslyndir flokkar sem um langt árabil hafa átt í samstarfi við Framsóknarflokkinn og líta á hann sem systurflokk sinn á Íslandi.

Þingmenn á Evrópuþinginu sem tilheyra aðildarflokkum ELDR mynda með sér þingflokk innan Evrópuþingsins undir heitinu Alliance of Liberals and Democrats for Europe – eða ALDE. Oftast kalla ALDE group.

ALDE er þriðji stærsti þingflokkur á Evrópuþinginu og hefur mikil áhrif.

Þótt ég hafi sagt mig úr Framsóknarflokknum þá hef ég ekki sagt skilið við frjálslynda miðjustefnu. Ég samsama mig enn við gömlu góðu frjálslyndu miðjustefnuna og samvinnustefnuna sem hefur gegnum tíðina verið hugmyndafræðilegur grundvöllur Framsóknarflokksins.  Sú stefna hefur haft skírskotun langt úr fyrir hóp harðra stuðningsmanna Framsóknarflokksins.

Ég samsama mig mjög við þá frjálslyndu lýðræðisstefnu sem er aðalsmerki ALDE group og flokkanna sem mynda ELDR. Í anda þeirrar stefnu hef ég ákveðið að boða til undirbúningsfundar að stofnun áhugasamtaka um framgang aðildarumsóknar að Evrópusambandinu á grundvelli samvinnu og frjálslyndrar miðjustefnu.  Undirbúningsfundurinn verður haldinn þriðjudagskvöldið 22. febrúar kl. 20:00 – væntanlega í fundarsal á efstu hæð Hverfisgötu 33.

Þeir sem vilja kynna sér hvernig sú stefna er útfærð í Evrópu og á Evrópuþingunu geta kynnt sér vefsíður ELDR og ALDE.

ELDR – smellið hér

ALDE – smellið hér

Þeir sem vilja taka þátt í undirbúningi að stofnun áhugasamtaka um framgang aðildarumsóknar að Evrópusambandinu á grundvelli samvinnu og frjálslyndrar miðjustefnu – geta sent mér póst á netfangið hallurmagg@gmail.com .

Minni á fyrri pistli minn „Framsókn faglegust í ESB“ þar sem ég rek framgang Evrópuumræðunnar innan Framsóknarflokksins árin 2001 til ársins 2009 – þegar flokkurinn samþykkti metnaðarfulla stefnu sem fól í sér að gagna skyldi til aðildarviðræðna að Evrópusambandinu á grundvelli ákveðinna skynsamlegra skilyrða.

Sjá greinina með því að smella hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Gott framtak og afar nauðsynlegt. Í hugum allmargra er Framsóknarflokkurinn og Framsóknarmenn andsnúnir aðild að ESB.

    Þar koma til nokkur atriði og þá helst það að þeir þingmenn flokksins sem eru á móti aðild, bæði núverandi og fyrrverandi, hafa haft sig nokkuð í frammi.

    Svo eru Bændasamtökin yfirlýst á móti aðild og margir tengja þá stétt fólks við Framsóknarflokkinnþ

    Þegar EES samningurinn var í undirbúningi voru Framsóknarmenn undir forystu Steingríms á móti honum

    Óska þér og þínu samstarfsfólki góðs gengis með þessi nýju samtök.

  • Felst frjálslyndi íslenska framsóknarflokksins í því að selja útvöldum einstaklingum ríkiseigur langt undir raunvirði og afhenda þeim náttúruauðlindir að gjöf?

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sæll Hallur !
    Merkilega þrálát og klikkuð þessi ESB köllun hjá þér sem á reyndar mjög lítinn stuðning meðal þeirra annars ágætu en örfáu íslensku Framsóknarmanna sem ég þekki ennþá.

    Já, já, Framsóknarmenn allra landa sameinist getur sjálfsagt verið ágætt, en þá vona ég helst að það verði utan ESB skrifræðis-helsis og miðstýringar-ruglsins !

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur