Fimmtudagur 17.02.2011 - 22:02 - 8 ummæli

Undirbúningsfundur fyrir Evrópuvettvang frjálslynds miðjufólks

Undirbúningsfundur fyrir Evrópuvettvang frjálslynds miðjufólks
 
Undirbúningsfundur fyrir hugsanlega stofnun samstarfsvettvangs frjálslynds miðjufólks vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20.00 í sal Framsóknarsalnum að Digranesvegi 12 Kópavogi.
 
Á fundinum verður fjallað um eftirfarandi:
  1. Er ástæða til að setja á fót sérstakan samstarfsvettvang frjálslynds miðjufólks vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu?
  2. Í hvaða formi ætti slíkur samstarfsvettvangur að vera?
  3. Hver ættu að vera helstu áhersluatriði og verkefni?
  4. Skipan undirbúningshóps
Allir velkomnir á undirbúningsfundinn.
 
Fundarboðandi er Hallur Magnússon“
 
Því miður náði þessi tilkynning ekki inn í rafrænt fréttabréf Framsóknarflokksins í dag!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Guðmundur Gylfi Guðmundsson

    Hefði helst vilja sjá málefnalega og öfluga umræðu um Evrópumálin innan Framsóknarflokksins í aðdraganda flokksþings. En engu að síður, hvar verður fundurinn?

  • @ Guðmundur Gylfi. Hvernig er það Guðmundur voruð þið framsóknarmenn ekki búnir að marka ykkur stefnu i málinu á síðasta flokksþingi ? Hvernig er það Guðmundur Gylfi er ekki umsóknarferli í gangi sem Össur okkar Skarphéðinsson er að stýra svo hvað ætla Esb sinnar innan Framsóknar að fara að samþykkja núna nýtt um ESB? Á e t v að fara að álykta um að Framsókn fari að verða einhver klappstýra hjá Samfylkingunni? Er ekki nóg fyrir ykkur að hann Hallur blessaður karlinn hafi afkomu sína af vinnu í tengslum við ESB? Svo er a m k sgt hér í mínum heimabæ af gömlum kunningjum mannsins. Ég hef aldrei skilið hvað gamlir áhangendur Halldórs Ásgrímssonar eru tregir, Halldór og Jón Sig náðu næstum að gjörsamlega rústa fylgi flokksins með ESB áráttu sinni. Þú ættir að líta til okkar Guðmundur sem erum á landsbyggðinni og kunnum að hafa gamlar taugar til Framsóknar en því aðeins að þið hættið öllu ESB daðri.

  • Hallur Magnússon

    Heiða mín.
    Hvaðan í ósköpunum hefur þú það að ég hafi afkomu af vinnu í tengslum við ESB? Mér þætti gott að sjá þær tekjur 🙂

    Jú, Heiða mín.

    Framsóknarflokkurinn mótaði sér skíra stefnu í Evrópumálum á síðasta flokksþingi. Vandamálið er bara að meirihluti þingflokksins fylgir ekki þeirri stefnu.

    Nú er þörf að hala þeirri stefnu á lofti – því það hefur algerlega gleymst að setja saminganefnd við ESB pólitísk markið. Þar hefur Framsóknarflokkurinn brugðist eins og allir aðrir flokkar.

    Skilningsleysi þitt á ESB og Framsókn er þitt vandamál. En get bent á að þegar Framsókn mælist 7% í skoðanakönnunum – þá er meirihluti þeirra sem gefa ´sig upp á móti ESB.

    Þegar flokkurinn mælist 12 – 14% þá eru hlutföllin jöfn.

    Framsóknarflokkurin getur tekið þann pól að fylgja fordæmi systurflokks síns í Noregi – sem var í farabroddi Nei greyfingarinnar. Það leiddi til tímabundinnar fylgisaukningar. En síðan hefur Miðflokkurinn verið fastur í 6% fylgi – og verið án þingmanna í Osló.

    Það er kannske framtíðarsýn þín fyrir flokkinn – og flokksformanninn sem þú vannst svo náið með þar til nýverið?

    Svona að lokum Heiða mín.
    Er vinnustaður í Hafnarfirði út á landi?

  • Guðmundur Gylfi Guðmundsson

    Komdu sæl Heiða

    Mér finnst það óþægilega dularfullt þegar kona sem ég skil svo að þekkir mig sendir mér svona póst. Ég spyr sjálfan mig, hvar kynntist ég þessari konu og undir hvaða kringumstæðum? Viltu vinsamlegast gefa mér upp fullt nafn.
    Ég vil þakka Halli fyrir að svara fyrir mig, en vil þó bæta við. Ég er í hópi fjölmargra framsóknarmanna héðan af höfuðborgarsvæðinu og af landsbyggðinni sem ég hitti og vilja skoða aðild að Evrópusambandinu af alvöru. Hins vegar mun ég ekki ákveða mína afstöðu fyrr en samningur liggur fyrir ef hann þá næst. Þetta finnst mér vera framsóknarleg afstaða. Skoða fyrst, ígrunda og ákveða svo.
    Ég hitti líka framsóknarmenn sem þegar hafa tekið afstöðu þó svo að spilin liggi ekki á borðinu. Við þetta fólk vil ég ræða á fundum innan flokksins í þeirri von að ég geti skilið það og það skilji mig og mína skoðanabræður og systur.

  • @ Ég er sátt við svör þín Guðmundur en við þekkjumst nú ekki mikið og e t v er ég að taka feil en ég tel þig vera hann Guðmund sem er hjá RÚV eða var þar a m k.
    Hall blessaðan hef ég þekkt mikið lengur, hann er reyndar alltaf að kenna mig við eitthvað annað fólk, um daginn taldi hann mig vera formann Framsóknar ef ég skildi skrif hans rétt en ég kæmist nú aldrei með tærnar þar sem sá formaður hefur hælana. Í dag virðist mér hann telja mig búa í Hafnarfirði en það geri ég ekki og vinn þar ekki heldur.
    Mér þótti Hallur standa sig vel í húsnæðismálunum og skildi aldrei af hverju hann stakk af frá þeim vettvangi, en það kemur mér ekkert við.
    Varðandi ESB þá segi ég eins og Guðmundur Gylfi að ég útiloka ekkert en mér er bara algjörlega fyrirmunað að skilja Hall þegar hann er að væla eins og kornabarn yfir því að forysta hans gamla flokks sé ekki að framfylgja stefnu flokksþings í ESB málum? Skilur Hallur ekki þá staðreynd að flokkurinn er í stjórnarandstöðu og hefur ekkert með umsóknarferli kratanna að gera? Þetta á ekki að vera flókið.
    Að lokum þá hefur mér sýnst gegn um árin að það fólk sem hættir í stjórnmálaflokkum virðist fá sinn gamla flokk algjörlega á heilann. Því var þetta fólk ekki bara kjurt og barðist fyrir sínum málum innan flokks?
    Bad loosers gæti einhver sagt.
    Bestu kveðjur “ úr Hafnarfirði „

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Sæll Hallur!

    Hvað eruð þið að hugsa?

    Má ég mæta?

    Kveðja,

    Guðbjörn Guðbjörnsson

  • Leifur Björnsson

    Hallur það að ykkur skuli hafa verið úthýst úr höfuðstöðvunum á Hverfisgötunni sýnir að átakakúltúrinn lifir góðu lífi innan flokksins.
    Frá 1971 til 1991 var Framsóknarflokkurinn friðsamasti flokkurinn á Íslandi það er af sem áður var.
    Kveðja Leifur.

  • Hallur Magnússon

    Guðbjörn!

    Auðvitað máttu mæta.
    Ert ekki frjálslyndur hægri miðjumaður?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur