Færslur fyrir febrúar, 2011

Föstudagur 11.02 2011 - 08:09

Umhverfishryðjuverk við Urriðafoss

Það geta flestir verið sammála um að umhverfishryðjuverk hafi verið framið við Urriðafoss. Annars vegar þeir sem telja að umhverfisráðherra hafi framið hryðjuverk gagnvart íslensku atvinnulífi og efnahagslífi á viðkvæmasta tíma með því að á ólögmætan hátt neita staðfestingu skipulags um Urriðafossvirkjun megi kalla umhverfishryðjuverk. Hins vegar þeir sem telja að staðfesting dómskerfisins á að umhverfisráðherra […]

Fimmtudagur 10.02 2011 - 10:45

Hrunvíxill íhaldsins fellur á þjóðina

Hafa menn gleymt því að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem ásamt Samfylkingunni skrifaði upp á hrunvíxilinn mikla sem var undanfari IceSave klúðursins?  VG kom síðar að hrunvíxlinum sem ábekingur. Formaður Sjálfstæðisflokksins slær sér nú upp á því að sýna „kalt hagsmunamat“ með því að samþykkja nýjasta IceSave samkomulagið – sem vissulega er miklu betra en hin […]

Miðvikudagur 09.02 2011 - 13:30

30 milljarða gjaldþrot Verkó

Eru menn búnir að gleyma að Byggingarsjóður Verkamanna var gjaldþrota um rúma 30 milljarða við upphaf Íbúðalánasjóðs. Eru menn búnir að gleyma að ein ástæða niðurlagningar Húsnæðisstofnunar og stofnun Íbúðalánasjóðs var vegna þessa gjaldþrots?

Þriðjudagur 08.02 2011 - 19:50

Bezta strákaklíka í heimi?

Er Bezti flokkurinn Bezta strákaklíka í heimi? Það er ýmislegt sem bendir til þess. Bezta strákaklíkan setti Bezta vin sinn sem stjórnarformann í Orkuveitu Reykjavíkur. Þar hafa flottir strákaklíkustrákar af allra flokka gerðum átt sinn bezta heimavöll undanfarin ár  – en þeir fölna í samanburði við núverandi Bezta stjórnarformann… … og Bezta tímabundna strákaklíkustrákinn í […]

Þriðjudagur 08.02 2011 - 08:11

Hugrakkur Gutti stóðst prófið

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra stóðst prófið og sýnir hugrekki  með því að birta neysluviðmið. Þá stóð hann sig  afar vel í fjölmiðlum í kjölfarið.  Þá er framsetning neysluviðmiðanna á vef velferðarráðuneytisins til mikillar fyrirmyndar. Nú er stóra spurningin hvort ríkisstjórnin muni standast prófið, því þótt formaður Öryrkjabandalagið hafi andað með nefinu og verið málefnalegur í athugasemdum sínum í gær – […]

Mánudagur 07.02 2011 - 07:37

Stórhækkum laun kennara

Við eigum að  stórhækka laun grunnskólakennara. Við eigum líka að fækka þeim. Samhliða eigum við að lengja skólaárið, lengja skilgreindan skóladag og lengja viðveruskyldu kennara í skólanum. Þá eigum við einnig að lengja nám grunnskólakennara úr 3 námsárum í 5 námsár. Þar af á 1 námsár að vera alfarið unnið í grunnskólunum – 6 mánuðir […]

Laugardagur 05.02 2011 - 18:25

Þjóðaratkvæði um IceSave!

Það eru sterk rök sem mæla með því að samningur um IceSave verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þjóðin felldi fyrri IceSave samning í þjóðaratkvæðagreiðslu – þeirri fyrstu um slíkt mál. Þjóðin á því að klára málið. Þótt fyrirliggjandi samningur yrði samþykktur á Alþingi með 63 atkvæðum – þá eru samt sterk rök fyrir því að samningurinn verði lagður […]

Föstudagur 04.02 2011 - 20:48

Mistök eru mikilvæg

Mistök eru mikilvæg. Mistök eru til að læra af þeim. En þá verða menn að læra af þeim. Það er allt of algengt meðal Íslendinga að viðurkenna ekki mistök. Ennþá algengara að Íslendingar læri ekki af þeim. Ég áskil mér allan rétt á að gera mistök.  Á að baki mörg mistök. Reyni að læra af […]

Fimmtudagur 03.02 2011 - 19:34

Bjarni Ben bjargar Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson bjargaði að líkindum Sjálfstæðisflokknum sem alvöru afli í íslenskum stjórnmálum með því að samþykkja IceSave frumvarpið.  Mögulega bjargaði hann einnig sínu eigin skinni. Afleiðingar ákvörðunnar Bjarna Ben er sú að í stað þess að frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði frá flokknum í átt til frjálslyndra Framsóknarmanna, frjálslyndra Samfylkingarmanna og frjálslyndra óflokksbundinn – þá klofnar […]

Fimmtudagur 03.02 2011 - 08:55

Jón bakari Gnarr hengdur fyrir smið?

Er Jón bakari Gnarr – lesist borgarstjóri – stundum hengdur fyrir smið? Borgarstjóranefnan hefur undanfarið sætt mikilli gagnrýni vegna tveggja mála. Ruslatunnumálsins og tónlistaskólamálsins. Tónlistarmenn baula á hann eins og beljurnar á Bítlana fyrir að skera gróflega niður fjárframlög til tónlistarskólanna. Æfir ættingjar farlama gamalmenna sem fara sér að voða við að koma ruslatunnunum sínum að 15 metra fjarlægð […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur